Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 108
102
13 U N A Ð A H lí 1 T
í Hrunamannahrepp, Kolla (50) og Bauga (78) á
Hrafnkellsstöðum, Splendina í Syðra-Langholti (27),
Lýsa í Unnarholtshoti (16), Rósa á Sóleyjarbakka (62)
og Rós í Efra-Langholti (112). >
1 Skeiðahreppi, Laufa á Efri-Brúnavöllum (85), Síða á
Blesastöðum, Kola (2) á Hlemmiskeiði, Rauðbrá á
Húsatóftum (26), Gláma og Skjalda á Húsatóftum,
Mána í Utverkum og Dila í Fjalli.
1 Hraungerðishrepp, Rós í Halakoti (39), Búkolla og
Kola 24. í Laugardælum, Reyður (66), Gyða (25) og
Krossa í Hjálmholti og Rós (75) og Týra (30) á
Stóru-Reykjum.
I Gaulverjabæjarhreppi, Búkolla í Króki og Lukka í
Sviðugörðum.
I Sandvíkurhreppi, Osk í Kaldaðarnesi (83).
í Mosfellssveit, Kafla (13) og Bella (93) á Blikastöðum
og Gæfa, Kola (12) og Reyður (2) í Gufunesi.
A Kjalarnesi, Mána í Brautarholti (9), Skjalda á Melum
(119), Grána á Hofi (76), Kola í Kollafirði (11) og
Branda í Álfsnesi (48).
Við þær af þessum kúm, sem síðastliðið ár hafa
mjólkað yfir 3500 kg. og því komið í skýrslu yfir beztu
kýrnar í 2. skýrslu um nautgriparæktina, er sett á milli
sviga númerið, sem þær hafa í skýrslunni. Þar má því
sjá frekari upplýsingar um þær.
Vfirleitt eru þessar kýr svo góðar að sjálfsagt er að
ala undan þeim nautgálfa ef þarf, og aldrei mætti drepa
undan þeim kvígukálf.
Skýrsla 2 um nautgriparæktina, þar sem birtur er út-
dráttur úr skýrslum félaganna, var prenfuð á árinu. .
Félögin 1929 voru 47. í þeim voru 1035 bændur og
áttu þeir 4156 kýr. Meðalnytin af fullmjólkandi kúm
var 2556.
I ár eru félögin um 70 og líklega eru nú um 6000
kýr í þeim. Að sjálfsögðu birtast skýrslur um starf þeirra
í sumar, þegar komnar eru frá þeim skýrslur.