Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 110
104
BUNAÐARRIT
svo góS, eða svo vel ættuð, að ástæða væri til að festa
09 tryggja notkun þeirra, en aðrir af því, að þeir bár-
ust of seint til Búnaðarfélagsins.
Nautgriparæktarfélög Þingeyrarhrepps, Asahrepps,
Hrunamannahrepps, Rauðasands- og Arneshrepps hafa
fengið styrk til nautagirðinga. Alls eru það kr. 766,56,
sem veitt hefir verið til nautagirðinga.
Olvus-mjólkurbúið byrjaði að starfa í marz. Það hafa
því meiri hluta ársins starfað 4 mjólkurbú. Mjólkurfélag
Reykjavíkur endurbyggði mjólkurskála sinn á árinu, og
er hann vandaðasti mjólkurskálinn.
Af nýmjólk félagsmanna.
Mjólkurbú Flóumanna fékk til vinnslu 1259000 kg.
Mjólkurbú Ölvusinga — — — 588441 —
Mjólkurfél. Rvíkinga — — — 1523624 —
Mjólkursamlag K. E. A. — — — 1313782 —
Búin hafa því alls haft 4584847 kg.
Hvað Samlag Eyjfirðinga og Mjólkurfélag Reykvík-
inga snertir, þá er þetta ekki svo lítið. Samlagið tekur
ekki á móti mjólk sjöunda hvern dag, og er hennar þá
neytt heima, og þess utan vitanlega einhverju haldið
heima hina dagana. Samt er mjólkurmagnið, sem til
búsins er sent 1600 kg. á kú, og í Mjólkurfélaginu er
það líka um 1600 kg. á kú. En í búunum austan fjalls er
þetta minna, sérstaklega í Flóabúinu þar sem það nær
ekki 1000 kg. á kú, sem er á svæðinu, og sem vænta
mætti að sendi til búsins.
Þetta er eitt með öðru, sem þarf að breytast. Þátt-
takan að aukast. Kýrnar að batna. Framleiðslan á bú-
unum er nú orðin það mikil, að mjög brýn þörf er að
skipuleggja söluna betur en gert er. Verður liklega
óumflýjanlegt, að búin myndi með sér samband í því
skyni, og þyrfti það að verða sem fyrst. Þau verða að
fara að senda á erlendan markað, og það þarf að ganga
jafnt yfir þau öll.