Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 113
B Ú N A Ð A R 111 T
107
er eftir, áður en hægt er að segja að viðunandi sé á
skrifstofunni. Það er ekki synt, að hægt sé að ráða ból
á tímaskorti þeim, sem nú er fyrir mér í Reykjavík,
nema með öðru af ivennu, að setja aðstoðarráðunaut í
starfið, eða minnka það. I öðru tilfelli yrðu þá tveir á
ferð á sýningunum. Helmingi styttri tími færi í þær, og
ynnist við það mikill tími í Reykjavík, sem þar að auki
yrði starfstími íveggja. I hinu tilfellinu sleppti ég t. d.
kúnum eða sauðfénu. Hætti þá vitanlega að fara á þær
sýningar sem þeirri starfsgrein tilheyrði, en yrði eftir
sem áður með hinar svo lengi sem þyrfti. Hrútasýning-
arnar yrði að vera að vetrinum, og kúasýningarnar að
ganga fram á slátt. Það verður nú eitt af verkum næsta
Búnaðarþings að taka ákvörðun hér, og er að vona
að hún verði sú, er öllum er fyrir beztu.
Allstaðar hefi ég mætt velvilja af hendi bænda, á
ferðum mínum. Víða hefi ég rnætt skilningi á starfi
mínu, og löngun til að verða mér að liði. Því hafa
margir bændur aðstoðað mig, gefið mér upplýsingar um
reynzlu sína, og þó hún stundum geti verið þungskilin
er ég þeim öllum mjög þakklátur fyrir. Og ég vil biðja
þá að halda áfram. Við ráðanautarnir eigum fyrst og
fremst að vera boðberar á reynzlu manna, flytja hana
frá einum til annars, og til þess að svo geti orðið þurf-
um við að fá reynzluna. Eg vona að bændur verði mér
samhentir, ég vil fræða þá og fá fræðslu í staðinn, og
ég hefi von um árangur, ef bændur vilja. Að svo mæltu
þakka ég öllum bændum, sem ég hefi unnið meira eða
minna með, gott samstarf og vona að það megi halda
áfram á komandi ári. 3i/i2 1930.
Páll Zóphóníasson.