Búnaðarrit - 01.01.1931, Blaðsíða 115
BÚNAÐARRIT
109
5. Hrafn, brúnn, f. 1926, eig. Hrossar.fél. Bræðralungu-
sóknar. Faðir Hrafns er Nasi á Skarði, en móðir
hans er Vinda s. st.
6. Þór, rauður, f. 1924, eig. Hrossar.fél. Skeiðahrepps.
Faðir Þórs er Nasi á Skarði, en móðir hans er
Blika, rauð, Fjalli á Skeiðum.
7. Surtur, brúnn, f. 1925, eig. Hrossar.fél. Sanduíkur-
hrepps. Faðir Surts er ekki þekktur, en móðir hans
var Brúnkolla í Kirkjubæ á Rangárvöllum.
Athyglisvert var það, að á sýningunni við Laxárbrú
í Arnessýslu voru sýnd 17 börn Nasa á Skarði. Af
þeim fengu 10 I. verðl., 2 II. verðl. og 5 III. verðl. Þó
verður það ætíð svo, á hrossasýningum, að þegar mikið
berst að af góðum hrossum, þá verður dómurinn strang-
ari en ella. Mælir þessi sýning með því, að börn hans
hafi verið sanngjarnlega metin á afkvæmasýningunni í
Skaftholtsrétt 1927, er Nasi hlaut I. verðl. fyrir þau.
Eftir þeirri reynslu, sem fengin er á Nasa, virðist mega
fullyrða, að hann sé ágætur kynbótagripur.
Aðeins 3 hrossar.fél. hafa bætzt við á árinu. Eitt
þeirra nær yfir Úthlíðarsókn í Biskupstungum, annað
yfir innri hluta Viðvíkurhrepps í Skagafirði og hið þriðja
yfir Skefilsstaðahrepp í Skagafirði, en eitt af félögunum,
sem nefnd voru í skýrslu minni í fyrra, Hrossar.fél.
Blönduhlíðar í Skagafirði, reyndist oftalið, svo að starf-
andi félög eru nú aðeins 44. A þessu ári hefir Búnað-
arfélag Islands styrkt hrossar.félögin til kaupa á 9 stóð-
hestum, með 2347 kr., og til að koma upp 4 girðingum
með 936 kr.
Skýrslur um starfrækslu hafa komið á árinu frá 41
hrossaræktarfélögum, er sýna að leiddar hafa verið 1732
hryssur undir kynbótahesta þeirra — þar af 117 frá utan-