Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 116
110
BÚNAÐARRIT
félagsmönnum — og hafa því félögin fengið alls 2508 kr.,
þ. e. 1 kr. 50 a. á hryssu til starfrækslunnar.
I síðustu skýrslu minni er ekki sýnt hver starfrækslu- >
styrkur var greiddur 1929, en þá komu skýrslur frá 34
félögum, er sýndu að leiddar höfðu verið árið 1928
undir kynbótahesta félaganna 1754 hryssur og styrkur-
inn 1929 því 2631 kr.
Þó að hrossar.fél. hafi ekki fjölgað á þessu ári nema
aðeins um tvö, miðað við síðustu skýrslu, þá hefir þó
nokkuð skipazt. — Hrossar.fél. Fijótsdalshéraðs færði
svo út takmörk sín, að nú nær það yfir Múlasýslur
báðar, suður að Berufirði. Það starfar nú með þremur
hestum ágætum, sem allir hafa hlotið I. verðlaun. Hrossar,-
fél. Hornfirðinga greri einnig mikið út. Það nær nú frá
Berufirði að Skeiðarársandi, og vinnur með tveimur
hestum ágætum, sem það keypti báða í vor. Annar hest-
anna er Biakkur í Árnanesi, sem nefndur er hér að
framan, en hinn er nú á 3. vetri, keyptur af Benedikt
Einarssyni í Dilksnesi. Er folinn rauður að lit og nefndur
Bráinn. Faðir hans er Rauður á Hoffelli en móðir hans
er Rauðka í Dilksnesi, dóttur-dóttir Óðu-Rauðku í Árna-
nesi. Þykir mér Rauðka í Dilksnesi einhver fegursta
hryssa sem ég hefi séð, og reiðhross með ágætum. —
Virðist hrossaræktin á Austurlandi vera að færast í gott
horf, og þó með hóflegum kostnaði.
í V.-Skaftafellssýslu er aðeins eitt hrossar.fél. starf-
andi. Er það í Hvammshreppi. Vinnur það með einum
hesti ungum. Af því að hrossasýningar voru engar í
sýslunni, gafst mér ekki kostur á að kynnast, hvort þeir
hyggja nú á nokkrar frekari framkvæmdir í þessu efni.
I Rangárvallasýslu eru 6 hrossar.fél. starfandi, og hafa
1 hest hvert. Brestur því mikið á, að allir þeir, sem ala
upp hross í Rangárþingi, neyti samtaka um framgang