Búnaðarrit - 01.01.1931, Side 117
BÚNAÐARRIT
111
þessa máls, Til nokkurra bóta er það, að nokkrir hrossa-
margir bændur í þessum sveitum eiga fullorðna stóð-
hesta. Eru sumir þeirra álitlegir hestar, og einn þeirra, Geisli
á Lágafelli, prýðis fágur hestur og af góðu bergi brotinn.
I Arnessýslu eru 11 hrossar.fél. starfandi. Gætu því
allir hrossaeigendur í sýslunni notið þessara samtaka, þó
svo sé ekki enn, en vonandi er þess skammt að bíða.
Nokkrir hreppar í Arnessýslu hafa nærfellt í 20 ár
unnið að kynbótum hrossanna, og orðið mikið ágengt,
þó meira sé enn óunnið. í þessari sókn hafa unnist
margir sigrar, þó sá verði einna glæsilegastur, sem vinnst
með Nasa á Skarði. Veit ég ekki hvað veldur, ef kyn-
sæld þess ágæta hests sameinar ekki alla Arnesinga til
umbótastarfsins, og afspringur Nasa fái að prýða allar
sveitir héraðsins.
Eftirlits- og fóðurbirgðafélögunum fjölgar hægt. 10
störfuðu síðastl. ár, og fá bættust við í haust. Veit ekki
með vissu hve mörg. — Einar Asmundsson í Nesi taldi
hvern þann bónda frumbýling, sem ekki ætti fyrningar,
því ætíð ætti hann það undir vetrinum, hvernig hann
yrði efnum búinn á næstu vordögum. A meðan hallæris-
tryggingarnar eru veikar, þá er afkoma bænda svo ó-
trygg, að ekki er viðunandi með svo fjölmenna stétt og
þýðingarmikla. í annan stað er einnig að líta. Löggjaf-
arvaldið reynir að bæta úr veltufjárskorti fátækari bænda
og frumbýlinga, með því að mæla svo fyrir, að Dú-
stofnslánadeild Búnaðarbankans skuli lána fé gegn veði
í búfé. Búskapurinn gefur ekki svo ríflegar tekjur, að
hann þoli dýr lán, en enginn stenzt við að lána fé gegn
lágum vöxtum, ef veðið er ótryggt, svo að áhætta fylgi
láninu. Það virðist því líklegt, að þessi nýbreytni, að
lána fé gegn tryggingu í búfé, verði til þess að þoka
hallæristryggingunum áfram.