Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 120
114
B Ú N A Ð A 11 R I T
fyrir báða slætti verður munurinn að eins 260 kg. Á-
stæðan sjálfsagt sú sama sem áður er bent á: óhagstæð
veðrátta fyrir búfjáráburðinn.
II. b. Samanburður mismunandi sláttutíma.
Þetta er einföld tilraun á þremur 250 m2 reifum, sem
slegnir eru á mismunandi tíma, þannig að 10 dagar
(eða sem næst því) eru á milli sláttutíma reitanna í
hvorum slætti. I þetta sinn var fyrri sláttur sleginn 24.
júní, 4, júlí og 14 júlí, en síðari sláttur 21. ág., 30. ág.
og 8. september.
Eftirtekjan varð þannig:
Sláttutími
1. 2. 3.
TaÖa ....................... 3320 4560 5680
Há ........................ 2960 2480 2080
Alls 6280 7040 7760
Hundraðshlutf. háarinnar 47,1 35,2 26,8
Niðurstaðan er Iík því, sem áður hefir verið, í aðal-
atriðunum sú að fyrsti sláfturinn gefur minnst að vöxt-
um, en síðasti slátturinn mest. Eins og eðlilegt er gefur
fyrsti slátturinn mesta há en síðasti minnsta. Annar
sláttur stendur hér á milli, en eftir meðaltali allra ár-
anna, sem tilraunin hefir staðið, er þó bilið minna millt
2. og 3. en á milli 2. og 1. sláttutíma.
Hinsvegar hefir efnagreining sýnt að 1. slátfutími gef-
ur bezta eftirtekju en 3. lakasta, af því að köfnunar-
efnissambönd fara hlutfallslega þverrandi, fréni vaxandi en
meltanleikiog þar með fóðurgildi minnkandi eftir því sem
síðar er slegið. í sambandi við þetta má á það benda, að
sláttutíminn, eða réttara sagt þroskastig gróðursins, þeg-
ar slegið er, veldur ekki öllu um fóðurgæðin, hitt ræð-
ur og mjög miklu, hvernig heyið hirðist, en ómögulegt
er að vita fyrirfram, hver tíminn yrði happadrýgstur. En