Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 122
116
BÚNAÐARIÍIT
sem næst 10—16 hestar af ha. Munurinn er nú meiri
en áður hefir veriö eins og eðlilegt er, þar sem reitir
nr. 1 hafa nú engan höfnunarefnisáburð fengið í 5 ár,
og mætti reyndár búast við að hann væri miklu meiri,
þ. e. a. s. að reitir nr. 1 gæfu minna af sér en þeir
hafa gert, og sýnir eftirtekja þeirra að spildan er í
góðri rækt hvað frjóefnaforða snertir. Ef borið er sam-
an við vaxtaraukann, sem sýndur er í síðustu skýrslu,
þá sýnir sig að vaxtarauki tegundanna er nú hlutfalls-
lega annar en þar er sýnt, og taflan á bls. 172 í 44.
árg. Búnaðarritsins ber líka með sér að hlutföllin breyt-
ast frá ári til árs, og er það þá árferðið, sem hefir
áhrif á það hvernig áburðartegundirnar reynast hver um
sig. Lakast hafa reynst »urinstof« og Leunasaltpétur.
Þar næst kemur brennisteinssúrt ammoníak, og þó hefir
það eitt árið (1928) gefið meiri vaxtarauka en norskur
saltpétur, sem bezt meðaltal hefir gefið þau 4 fyrstu
árin, sem hann hefir verið reyndur í þessum samanburði.
Eftirtektarvert er það að nú reynist Chilisaltpétur bezt,
en þau 2 ár, sem hann hefir verið reyndur áður, hefir
hann lítið tekið fram »urinstof«, en það eru að vísu
þau árin, sem áhrif köfnunarefnisáburðarins hafa verið
minnst. Leunasaltpéturinn hefir jafnan gefið hlutfallslega
minnsta há — virtist vera fljótvirkastur.
Væri svona tilraun gerð á illa ræktuðu túni, myndu
áhrif köfnunarefnisáburðarins verða hlutfallslega meiri
en hér hafa orðið, ef áburðarskamtarnir væru nógu stórir.
VII. c. Samanbmður á nitrophoska við venjulegan
(,,normaI“) skamt af saltpétri, superfosfati og kalí, og
þá skamta af þessum áburðartegundum, sem samsvara
nitrophoska-skamtinum að verðmætum efnum („equi-
valent“ skamtur).