Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 127
B Ú N A Ð A R R I T
121
í saltpélursskamtinum á nr. 2 eru 22,5 kg. af köfn-
unarefni, vaxtaraukinn er 1125 kg. eða nákvæmlega 50
kg. móti hverju kg. köfnunarefnisins.
Nú kostaði köfnunarefnið í þýzkum saltpétri um kr.
1.32 pr. kg. hér í Reykjavík s. 1. sumar og koma þá
ríflega 2,6 aurar af verði þess á hvert kg. töðuaukans.
Þótt ég bendi hér á þetta, þá er það ekki svo að skilja,
að ég vilji gefa í skyn, að köfnunarefnisáburður, notað-
ur á þann hátt, sem hér er gert, muni ávalt eða oftast
borgast eins vel og hér hefir orðið raunin á, enda mæla
niðurstöður hinna áranna móti því, en þær benda til
þess, með miklum líkum að það sé arðvænlegt að nota
saltpétur á þennan hátt, og hefi ég farið um það nokkr-
um orðum í sambandi við fyrstu ritgerðina í þessum
árgangi Búnaðarritsins og vil ég vísa til þess hér.
Aburðarskamtur nr. 3 hefir gefið 1000 kg. töðuauka
og þar eru spöruð 12600 kg. af kúamykju, samanborið
við nr. 1, en tilkostnaður er 300 kg. af saltpétri, eða
rúmlega 61 króna, miðað við Reykjavíkurverð. Er vert
að veita því athygli, að á þennan hátt má draga bú-
fjáráburð til nýræktarinnar, án þess að líkindi séu til
að garnla túnið Iíði nokkuð við áburðarskiptin, minnsta
kosti ekki þótt þessi aðferð sé höfð um stundarsakir.
IX. b. Grasfræblandanir.
Hér er um að ræða 12 grasfræblandanir. Nr. 1—8
var sáð vorið 1924 og er sýnt á bls. 203 í 39. árg.
Búnaðarritsins hvernig þær eru samsettar, en nr. 9 — 12
er sáð vorið 1925 og blöndun þeirra sýnd á bls. 350 í
40. árg. Hinar 8 eldri blandanir voru því slegnar í 6.
sinn s. 1. sumar, en 4 hinar yngri í 5. sinn.
Hér á eftir er sýnd eftirtekjan s. 1. sumar, svo og
meðaltalseftirtekja fyrri ára: