Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 130
124
BÚNAÐARRIT
tölurnar nokkuð. En hvað sem því líður, sýndu reitirnir
að vöxturinn var mikill og góður, og fóðurmagnið mikið
á hverjum reit.
S. 1. sumar var gerður samanburður á mismunandi sáð-
magni af höfrum til grænfóðurræktar, einkanlega vegna
þess að í tilraunum með grasfræ- og hafrasáningu á svo-
kölluðum »sýnisreitum«, sem kostaðir eru beint úr ríkis-
sjóði, virðist svo sem sáðmagnið hafi minni áhrif á eftir-
tekjuna en vænta mætti, þar sem skjólsáð hefir ekki
ósjaldan gefið álíka mikla eftirtekju sem hafrar einir,
með tvöföldu sáðmagni. Sú tilraun, sem hér var gerð
virðist algerlega mótmæla þessu, og það er þá gras-
gróðurinn, sem á töluverðan þátt í því, þegar á 1, sumri
að skjólsáðu reitirnir gefa svo mikið af sér, samanborið
við hina. Tilraunin var þreföld og sáðmagnið hækkandi
stig af stig um 50 kg. úr 150 upp í 350 kg. á ha. Af
ýmsum ástæðum var ekki hægt að fá þurvigt nema af
einni umferð, þeirri, sem fyrst var slegin. Og niðurstað-
an var, miðuð við þurra hafra, eins og hér segir:
Sáömagn 150 kg. á ha. gaf...... 4092 kg.
— 200 — - — —...... 4540 —
— 250 — - — —...... 5504 —
— 350 —----------—...... 6180 —
— 350 —----------—...... 7128 —
Þess ber að gæta, að þessi umferð var slegin iöngu
áður en hafrarnir voru fullsprottnir, og þessvegna er
eftirtekjan svona lítil, saman borið við það, sem hún er
í fyrnefndu grænfóðurtilrauninni. Um hinar umferðirnar
skal þess eins getið að niðurstöðurnar fóru þar að
mestu í sömu átt, þ. e. vaxandi eftirtekja með vaxandi
sáðmagni, en munurinn varð þar minni. Vitanlega er
lítið á þessari einu tilraun að byggja, og væri vert
að athuga þetta atriði betur.