Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 132
126
B Ú N A Ð A R III T
sem sé þann, að nokkuð almennt er kvartað um að hún
þyki ekki eins bragðgóð og það kartöfluafbrigði sem
almennt er ræktað hér — »Bleikrauðar íslenzkar*, og
sem fólkið er vant að hafa á borðum. En margir eru
þeir einnig sem álíta »Eyvind« góða, og sumir ágæta
matarkartöflu, en um bragð þýðir lítt að deila, því þar
hefir hver sína skoðun. Enda til margs að taka tillit,
því kartöflur af sama afbrigði geta verið mjög ólíkar,
allt eftir því í hvers konar jarðvegi þær vaxa.
En »bleiku íslenzku* kartöflurnar — hversu bragð-
góðar sem þær annars þykja — eru of seinvaxnar og
smávaxnar, og svo aðalatriðið: að þær sýkjast fyrst allra
afbrigða, þegar kartöflusýki gengur. Er því full ástæða
til að vara menn við þessu afbrigði, þó að ýmsum gangi
illa að skilja það. Hef ég enda gert það hvar sem ég
hef um kartöflurækt talð um landið. Ollum kemur saman
um að »Eyvindur« þoli mun betur frost og hvassviðri
en þær »bleikrauðu íslenzku*, enda eru Eyvindar-grösin
stórum þreknari og þróttmeiri heldur en hin. Þetta at-
riði hefir aftur annað í för með sér, sem er þýðingar-
mikið: Það er auðveldara að eyða illgresi í görðum,
þar sem »Eyvindur« er ræktaður, heldur en þar sem
bleikrauða afbrigðið er nofað, því »Eyvindar«-grösin ná
fyrr saman og hylja moldina fyrr. En eins og menn
vita, þarf naumast að óttast illgresi í kartöflugarði, eftir
að grösin eru farin að ná saman. En á þetta bendi ég
hér sökum þess, að það er hirðing garðanna sem mönn-
um veitir víða erfiðast við að fást, þar sem gamla, úr-
elía og vinnufreka aðferðin, að reyta arfann með berum
höndum, er ennþá notuð.
Stóri skofi (Great Scot) hefir og reynst ágætlega og
er eitt með þeim betri kartöfluafbrigðum, sem ég þekki,
en skortir þó harðfengi og hreysti á móts við »Eyvind«.