Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 133
BÚNAÐARRIT
127
Blálandsdrotning (Edzel Blue) heldur einnig velli og
er prýðilegt kartöfluafbrigði, útlitsfagurt, hraust og gott
en stendur þó að baki bæði »Eyvindi< og Stórum skota
hvað stærð og uppskerumagn snertir.
Jórvíkur hertogi (Duke og Vork) reyndist ekki vel
þetta ár, þarf meiri hita og þurvirði til að ná góðum
og bráðum þroska, enda er gras þessarar tegundar
þróttlítið og veikbyggt.
Blálands-keisari (Shetland Blue) reynist ekki eins vel
og áður, er að vísu stórvaxinn eins og fyrri, en stórar
kartöflur af þessu afbrigði eru oft holar innan og full-
ar af vatni og auk þess er afbrigðið næmt fyrir kart-
öflusýki. Hafa menn og veitt þessu eftirtekt víðar um
landið.
Rogalands rauð, sýnir sig að vera mjög eftirtektavert
kartöfluafbrigði, það gaf meiri uppskeru þetta ár en
Eyvindur og er eitt hið fegursta kartöfluafbrigið sem
ég hefi séð. En mér er ókunnugt um hve vel það verst
kartöflusýkinni, kartöflurnar eru bleikar, en dekkri en
»Eyvindur« og slær bláum lit á augun, þær eru að
kalla hnöttóttar. Grasið er ívið lægra en hjá »Eyvindi«,
en eitt er það þó, sem einkennir þetta afbrigði: blómg-
unin. Blómin eru hvít, og þar sem afbrigði þettað er
ræktað, má heita að allur garðurinn sé hvítur á að
horfa, eftir miðjan ágústmánuð, vegna blómamergðar-
innar. Myndi þeim, sem hafa ótrú á að kartöflugrös
blómgist, víst ekki lítast á blikuna. Það er almenn ótrú
á því, víða á la.idi hér, að kartöflugrös blómgist, en
slíkt er einungist þroskamerki og óþarfi að hræðast
það. En blómgunartilhneiging kartöfluafbrigðanna er afar
Riisjöfn. Blálands-keisari t. d. ber oftast þroskuð
aldini, með nær fullþroska fræum, af þeim kartöfluaf-
brigðum sem ég þekki hér.