Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 135
BÚNAÐARRIT
129
vegna hennar er ekki á þau treystandi. Komi vorkuldar
eftir sáningu eða ofþurkur í jörð, þá er trénunin vís.
Hinnsvegar geta þau reynzt mjög vel sum, t. d. Þránd-
heims gulrófa og Bangholm, sé þeim sáð seint og verði
þau fyrir engu áfalli.
Þetta sumar var ekki ræktað gulrófnafræ í Gróðrar-
stöðinni, því fræmæður, sem frá höfðu verið teknar um
haustið 1928, geymdust ekki yfir veturinn. Varþó nægilegt
íslenzkt gulrófnafræ til, handa hverjum sem með þurfti,
af uppskeru fyrra árs.
Eftirtektarvert er það með »íslenzku gulrófuna«, sem
nú er orðin landvön hér, að fræ af henni spírar oft á
mun skemmri tíma, en fræ af erlendu afbrigðunum.
— Sýnir það betur en flest annað hreysti þessa ágæta
afbrigðis.
Af gulrófna-sjúkdómum verður lítilsháttar vart við
»gulrófna vörtuveiki« í Reykjavík, þó ekki svo, að til
baga sé hér. En aftur á móti á stöku stað undir Eyja-
fjöllum, og í Vestmannaeyjum virðist þessi leiði kvilli
vera á háu stigi, svo ræktun gulrófna er þar lítt mögu-
leg í sumum görðum.
Hef ég frá þessum tveimur byggðarlögum fengið
kvartanir um þessa veiki á árinu.
Ræktuð voru hin sömu 11 afbrigði af næpum og árið
áður, og er einnig hið sama um þau að segja og áður.
Næpan er ein af þeim jurtum, sem hægt mun að rækta
víðast hvar á landinu, jafnvel í þeim sveitum, þar sem
kartöflur og gulrófur þrífast miður, eða ekki. En erfið-
lega gengur að kenna fólkinu »átið«, þegar um hinar
smærri matjurtir er að ræða.
Af káltegundum voru ræktaðar 5 tegundir þetta sumar,
og fleiri afbrigði af sumum þeirra, t. d. blómkáli.
Þegar rætt er eða ritað um káltegundir, er æði oft
9