Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 137
BÚNAÐARRIT
131
þriggja afbrigða er reynd voru: Nantes, Gueranda og
Stensballe.
Af grænum ertum voru ræktuð tvö afbrigði: Wonder
of Witham og Dippes. Þau þroskast seint, eru ekki
nothæfir belgirnir fyr en seinni hluta septembermánaðar.
Því alltaf vonarpeningur, græna ertan, nema þar sem
um heita jörð er að ræða.
Af salati voru ræktuð 4 afbrigði og þrifust þau öll
ágætlega, en sömu raunasöguna má um salatið segja og
um grænkálið: Það selst ekki. Er það þó ein hollasta
og ljúffengasta matjuríin.
Rauðrófur trénuðu eins og vant er, og verða þá til
lítils gagns eins og gefur að skilja.
Hnúðakál, spinat, hreðkur, steinselja, kerfill og karsi
voru og ræktaðar, og allt eru þetta jurtir, sem þrífast
ágætlega, en hafa þó allar litla þýðingu, meðan landinn
sýnir jurtafæðunni eins mikið tómlæti og lengi hefur
átt sér stað.
Það þarf ekki lengur vitnanna við, hér á Islandi um
það, að hér má rækta gnægtir góðra jurta, með ágætum
hagfræðilegum og heilsufræðislegum árangri, fyndist að-
eins ráð til að kenna þjóðinni að neyta þeirra.
Ræktaðar voru þetta ár um 60 tegundir sumarblóma,
því augað heimtar sitt. Fór þeim flestum vel fram. Þau
sumatblóm sem á annað borð þrífast, verða hér mjög
fögur, svo maður lætur sér stundum detta í hug að svo
skær hafi maður ekki séð þau áður í litum eða stór-
vaxnari. Hinn langi sólargangur vegur þar upp á móti
því, hve norðarlega ættjörðin okkar er á hnettinum.
Trén smáhækka og verða þreknari. Una þó æfin-
lega illa við umhleypinga Reykjanesskagans, sem von-
legt er. Mikið kelur á hverjum vetri af síðustu árs-
sprotunum. Runnarnir hækka og gildna þó hægt fari.