Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 138
132
BÚNAÐARRIT
Ribsið stendur sig æfinlega bezt. En nú várð sáralítið
um þroskuð ber vegna kulda um blómgunartímann og
storma í septembermánuði.
í þjónustu Búnaðarfélagsins var ég 8 mánuði ársins,
frá 1. apríl til 1. desember.1) Þá fór ég ásamt Páli
Zóphóníassyni og Helga Hannessyni búfræðing til
Norðurlands, í febrúar—marz, að halda þar bændanáms-
skeið. Hélt ég þar fyrirlestra um garðyrkju, á Hofsósi, á
Hólum, á Læk og á Sauðárkróki. I Húnavatnssýslunni, á
Blönduósi og á Hvammstanga og í Strandasýslu á Borðeyri.
í nóvember og fram í desember fór ég aðra ferð til
Austurlandsins, ásamt Helga Hannessyni, að halda þar
fyrirlestra um garðyrkju. Voru þar námskeið haldin á
Djúpavogi, í Lóni, í Nesjum í Hornafirði, á Mýrum, í
Suðursveitinni og í Öræfum.
1930.
Þetta ár hefi ég verið í þjónuslu Búnaðarfélagsins
frá 1. apríl—1. desember,1) en hefi þó eins og undan-
farið farið í námsskeiðaferðir fyrir félagið á öðrum tím-
um. í febrúar—marz fór ég, ásamt Helga Hannes-
syni til Austurlandsins, og héldum við þar fyrirlestra á
þessum stöðum: Norðfirði, Seyðisfirði, Egilsstöðum,
Eiðum, Borgarfirði, Kirkjubæ, Sleðbrjót, Vopnafirði og
í Miðfirði á Langanesströndum. Þar skildi ég við fé-
laga mína, sem héldu áfram norður; og hélt ég heim-
leiðis til að undirbúa í Gróðrarstöðinni, svo að allt gæti
í lagi verið fyrir Alþingishátíðina, var búist við að
margir myndu leggja Ieið sína þangað, bæði hérlendir
og erlendir, fyrir og eftir hátíðina.
Tók ég strax til starfa, við ýmsan undirbúning og
1) Ráðunauturinn hefir í rauninni verið í faslri þjónustu félags-
ins bæði árin. /VI. S.