Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 139
BÚNAÐARRl'J’
133
sáningu blómjurta, fyr en venja var til af þessari ástæðu,
til þess að reyna að sjá um að allt næði sem fyrstum
og beztum þroska.
En veðrátta var, sem kunnugt er, óvenju köld og
votviðrasöm, og það gerði allt erfiðara við að fást, t. d.
komu allmargir dagar í maí og júní svo kaldir, að ill-
mögulegt var að fást við hin léttari garðyrkjustörf og
stundum ómögulegt. Og í miðjum júnímánuði kom frost-
nótt, sem stórskemmdi kartöflugrös þau, sem upp voru
komin. Hefi ég ekki orðið var við frostskaða svo seint
á vori áður. Tré komu illa undan vetri, hin óhagstæða
veðrátta í marz hafði orsakað miklar kalskemmdir á
reynivið. Og hin kalda raka veðrátta sumarsins gerði
það að verkum, að trén náðu sér ekki í sumar, og voru
ekki hærri í haust sem leið, heldur en haustið áður.
En við slíku sem þessu má æfinlega búast á Suður-
landi, þar sem hin umhleypingasama veðrátta ræður. En
leitt er upp á að horfa engu að síður.
Vegna hinnar mjög svo óhagstæðu tíðar gekk öll
vinna mjög seint, svo að með naumindum varð lokið
verkum í tæka tíð. Og ekki varð sumarið betra en í
meðallagi.
Þetta sumar voru athuguð 25 kartöfluafbrigði, höfðu
þau sem aftast voru í lestinni verið látin ganga úr.
En samanburðartilraun var gerð, eins og áður, á 5
hinum beztu afbrigðum, með sama fyrirkomulagi og
áður. Vegna hinnar köldu og röku veðráttu varð spretta
kartaflna rneð minna móti, þar sem slíkt tíðarfar er
þessari jurt mjög óhagstætt.
Rogalands rauð varð bezt þetta sumar í þessum
samanburði, þá Eyvindur, þá Blálandsdrottning, þá King
George og Stór skoti.
King George er eitt af hinum nýrri kartöfluafbrigð-