Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 140
134
B U N A Ð A li H I T
um Englendinga, og er talin eiga sérlega vel við sand-
jörð, verður framúrskarandi bragðgóð þar. Að öllum
líkindum myndi aíbrigði eins og þetta eiga vel við t. d.
á Akranesi, Eyrarbakka og Stokkseyri, þar sem um
sendna garða er að ræða.
í köldu sumri, sem þessu, kemur bezt í ljós, hve hin
þróttlitlu afbrigði, eins og Jórvíkur hertogi, mega sín
lítils.
Þetta sumar varð kartöflusýki ekki vart í Gróðrarstöð-
inni. En á nokkrum stöðum á Suðurlandi varð hún
mjög alvarleg og t. d. undir Eyjafjöllum gereyðilagð-
ist kartöfluuppskeran í görðum, svo að á mörgum bæj-
um varð alls ekki tekið upp. Ennfremur í Vestmanna-
eyjum og á Reykjanesi. Sýnir þetta hve nauðsynlegt er
að verið sé á verði gegn þessum vágesti sem nú er
hér landlægur orðinn. Gömlu íslenzku afbrigðin eru af-
armóttækileg fyrir þessa veiki, svo að hvar sem menn
rækta þau eingöngu, er öll uppskeran í hættu ef sýkin
gengur. Þess vega ættu menn ekki að treysfa eingöngu
á þau, heldur rækta einnig hin nýrri afbrigði, sem stand-
ast sýkina að mestu eða öllu leyti. Á þessu er svo af-
armikill munur, hve mikla mótstöðu kartöfluafbrigðin
veita þessari sýki. Hin siðastliðnu 5—6 ár hefi eg séð
þess mörg og ljós dæmi, hve vel »Eyvindarkartaflan«
verst gegn sýkinni, enda kemur það heim við reynslu í
öðrum löndum. I þeim filfellum, sem eg hefi kynnt mér,
þar sem því hefir verið haldið fram, að »Eyvindur«
hafi sýkst, hefi eg getað sýnt fram á, að það hefir ekki
verið rétt athugað — t. d. undir Eyjafjöllum í sumar.
Og ágæta uppskeru sá eg hjá manni í Vestmannaeyjum
í haust, af Eyvindarkartöflum, enda þótt kartöflusýki
væri þar mikil í sumar.
Mönnum hættir mjög við, þó þeir fái sér útsæði af