Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 147
BÚNAÐARRIT
141
Svo eru aflur aðrar tegundir sem einnig mega teljast
auðræktaðar, en sem sá þarf helst í vermireit vilji maður
vera viss um verulega góðan árangur: T. d. þessar teg.:
Nr. 11, 13, 16, 23, 24, 25, 43, 45, 47, 48, 54, 61, 66,
70 og 71.
En með góðri umhugsun geta allar hinar upptöldu
teg. náð að blómgast hér mjög víða á landinu. Margar
hinna nefndu tegunda eru yndisfagrar og tilkomu-
miklar jurtir. Var til dæmis sjón að sjá eitt beð þar sem
nr. 16 (Morgunfrú) var ræktað, nýtt og stórvaxið
afbrigði »Bold«. Voru í því beði 200 plöntur og er sízt
ofætlað að 10 blóm, þverhönd að þvermáli, hafi verið á
hverri plöntu. Varð og mörgum starsýnt á. Einnig nr.
71. Stjúpan nýtur sín bezt þegar margar eru saman.
Apablómið nr. 54 vekur eftirtekt allra, svo og nr. 66
og 67. — En öllum líst á eitthvað af þessu, sem ekki
er að furða.
Auk sumarblómanna er og margt um fjölær blóm,
bæði innlend og útlend. — Og ekki sízt laukblómin,
Tulipanar, Hyacinthur, Páskaliljur, Anemónur og franskar
Sóleyjar, ná ágætum þroska og almennum vinsældum.
I síðastl. nóvembr og desember fór ég í námsskeiðs-
ferð fyrir Búnaðarfélagið austur í Vestur-Skaftafells- og
Rangárvallasýslur, ásamt Klemenzi Kr. Kristjánssyni á
Sámsstöðum og Helga Hannessyni búfræðing. Héldum
við fyrirlestra í Alftaveri, Skaftártungu, í Múlakoti og á
Kirkjubæjarklaustri á Síðu, í Vík í Mýrdal og á Hvoli
í Dyrhólahreppi. En í Rangárvallasýslunni héldum við
fyrirlestra í Skarðshlíð og á Sauðhúsvelli; á Krossi í
Landeyjum og í Fljótshlíð. Kom ég heim úr þessari
ferð 19. desember. Ragnav Asgeirsson.