Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 153
B Ú N A 1) A R R I T
147
gerðar til eftirlits með framkvæmd jarðræktarlaganna
og til fundahalda hjá búnaðarfélögum og búnaðarsam-
böndum, eða til leiðbeininga og athugana um ýmislegt
sem að jarðrækt lýtur. Árið 1929 hefi ég verið á ferða-
lögum 13(5 daga, en 1930 157 daga. í sambandi við
þetta má geta þess að 1929 mætti ég á 84 fundum, en
1930 var tala fundanna 57. Árið 1929 fór ég utan. í
þeirri för var ég 47 daga. Fór ég þá um Danmörku,
Svíþjóð, Finnland og Noreg. Ég fór um nyrztu hluta
liinna þriggja síðasttöldu landa. Að síðustu dvaldi ég
nokkra daga í Færeyjum. í Helsingfors á Finnlandi
hélt ég fyrirlestur um búnað á íslandi á fundi nor-
rænna búvísindamanna. í ferðinni kynnti ég mér sér-
staklega búnaðarlöggjöf og reglur í'yrir styrkveiting-
um lil búnaðar, svo og allt er að jarðyrkju lýtui og
likindi eru til að gagnlegt geti orðið hér á landi.
Bændanámsskeið hafa þessi árin verið haldin á Norð-
ur- og Austurlandi og að nokkru á Suðurlandi í vetur.
Á námsskeiðunum í Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslu
var haldin fundabók, sem er í vörzlum Búnaðarfélags-
ins. Útdráttur úr henni er þannig:
Námsskeiðin voru haldin á eftirtöldum stöðum:
Húsavík 3 daga, Flatey t dag, Hólmavaði 1 dag,
Laugaskóla 4 daga fyrir nemendur og 2 daga fyrir að-
komumenn, Skútustöðum 2 daga, Sandvík í Bárðar-
dal 1 dag, Halldórsstöðum í Kinn 1 dag, Yztafelli 1
dag, Skógum í Fnjóskadal 1 dag, Akureyri 4 daga,
Grund i Svarfaðardal 2 daga, Hrísey 1 dag, Grenivík 1
dag. Auk ])ess flutti Sig. Sigurðsson 2 fyrirlestra á
aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga og Gagnfræðaskóla
Akureyrar, auk þess sem hann sýndi nemendum skól-
ans gróðrarstöð Ræktunarfélagsins og trjáræktar-
stöðina.
Fyrirlesarar voru þessir:
Sigurður Sigurðsson, búnaðarmálastjóri 56 fyrirlestra
Jón H. Þorbergsson, Laxamýri......... 21 —