Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 166
B U N A Ð A R R I 'i'
160
Það var Búnaðarfélagi ísands að koslnaðarlausu. Að
öðru leyti kostaði vélasjóður námskeiðið og var veittur
lítilsháttar styrkur til nemendanna.
Maí og júnímánuð vann ég að mælingum í Ölfusi, var
jnælt land Mjólkurbús Ölfusinga. Aðalverkefnið var
mæling á engjalöndum í Ölfusinu, Arnarbælisforum og
umhverfi þeirra. Þá var einnig mæld eignarjörð Sigur-
jiórs Jónssonar úrsmiðs, Laugarbakkar, vegna tún-
ræktarfrainkvæmda, er hann hefir með höndum. Mæl-
ingum í Ölfusi var lokið um miðjan júlí. Fór ég þá til
Austljarða, lil framhaldsaðgerða til undirbúnings
ræktunarmála kauptúnanna. Samhliða því voru leið-
heiningar gefnar á ýmsum stöðum á leiðinni í eftir-
töldum sveitum: Meðallandi, Öræfum, Suðursveit,
Nesjum, Lóni, Áll’tafirði og Berufjarðarhrepp. Á Beru-
fjarðarströnd athugaði ég möguleika til ræktunar á
flestum hýlum hreppsins. Allan ágústmánuð vann ég að
mælingum á Reyðarfirði, Eskifirði, Borgarlirði og uppi
í Héraði.
Voru mældir Hólmar í Reyðarl'irði og Kollaleiruland
og Egilsstaðanes milli Eyvindarár og Lagarfljóts utan
Egilsstaða.
Til Faskrúðsfjarðar fór ég til að athuga möguleika
fyrir skiþulagningu ræktunar við kauptúnið. Á það
jörðina Kirkjuból og hafa nokkrar ræktunarfram-
kvæmdir verið gerðar þar af einstaklingum, er fengið
hafa útmældar ræktunarlóðir. Ennfremur fór ég til
Mjóafjarðar, til að kynna niér ræktunarskilyrði og
ræktunarframkvæmdir þar.
Þegar ég tor af Héraði fór ég Fljótsdal, Jökuldal og
Möðrudal uni Grímsstaði til Axarfjarðar, lil móts við
Sigurð Sigurðsson búnaðarmálastjóra. Athuguðum við
skilyrði til jarðræktar og landvarna gegn vötnum og
söndum. Lá fyrir umsókn um mæling á undirlendi Ax-
arfjarðar og Kelduhverfi, en þar sem var orðið áliðið
sumars var mælingum frestað, í samráði við þá, er að