Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 175
BÚNAÐARRÍ T
169
þessa voru byggðir fyrirstöðugarðar upp ána, milli
hinnar gömlu og nýju vatnsupptöku. Allmikið af vega-
lengdinni sparaðist við hólma í ánni. Voru gerðir 3
garðar úr grjóti, timbri og jökulleir ■— öll lengd 494 m.,
jnesta hæð um 2 m., 1 steinsteypugarður 33 m. að lengd
og 2 flóðgáttir úr steinsteypu. Kostnaðurinn við verkið
fór eftir áætlun.
Jafnframt el'tirlitinu, gerði ég smáar og stórar mæl-
ingar á 8 bæjum í Gullbringu-, Árnes- og Rangárvalla-
sýslum. Var það ýmist til áveitu, framræslu eða lciðslu
á neytzluvatni.
20. júlí hóf ég mælingar við Þverá og Markarfljót.
Hafði alþingi heitið fjárframlagi, eftir þörfum,
til mælinga og rannsókna á svæðinu milli Þverár og
Markarfljóts, og l’ól Búnaðarfélagi íslands að annast
framkvæmdir á því. Eftir mælingum þessum á síðan
að áætla og skipuleggja, hversu bezt megi verjast á-
gangi vatnanna, hvernig haga skuli brúa- og vegalagn-
ingu og hvernig framræslu og áveitum verði bezt fyrir-
komið.
Við þessar mælingar vann ég í tvo mánuði, eða lil 20.
sept. Hafði ég tvo menn og ungling til aðstoðar. Að
síðustu mældi ég tvö sandgræðslusvæði á Rangárvöll-
um (á Stóra-Hofi og Keldum).
Um haustið fól Búnaðarfél. íslands mér umsjón með
byggingu holræsis á Eyrarbalcka. — Árið 1927 gerði
ég, að tilhlutun Búnaðarfélags Eyrarbakkahrepps, á-
ætlun um holræsi frá sjó — upp í gegnum sjávarkamb-
inn og þorpið — að mýrlendi er liggur ofan við kaup-
túnið, og fyrirhugað er til ræktunar. Var ekki unnt að
fá afrennsli af mýrinni með öðrum hætti. Hér var um
dýrt verk að ræða, og ýmsir menn voru fullir vanlrú-
ar, að takast inundi að búa svo um ræsismunnann,
sjávarmeginn, að hann stæðist brimrótið. Að síðustu
tókst þó að útvega fjárstyrk frá alþingi (4000 kr.),