Búnaðarrit - 01.01.1931, Side 176
170
BÚNAÐARRIT
sýslufclaginu (500 kr.) og hreppsbúum, en aðal fram-
lagið kom frá jarðareiganda, Landsbanka íslands.
Holræsið er 180 m. að lengd, gert úr steinsteyptum
pípum, 75 cm. víðum (innan mál). Á neðstu 33 m. (þ. e.
í sjávarmáli) voru pípurnar lagðar í járnbenta stein-
steypu, til varnar gegn hafróti. Fyrir pípumunnanum
er sjálfvirk loka, er varnar sjávarflæði inn í ræsið, en
opnast þegar sjór fellur frá. Holræsið getur flutt allt að
2000 tenm. af vatni á klukkustund. Skurðurinn, sem
grafinn var fyrir pípurnar, var 2—4,5 m. að dýpt. Frá
efri enda ræsisins var gerður opinn skurður, 220 m. að
Jengd og 1—2 m. að dýpt, upp að mýrinni. Skurðbotn-
inn flóraður með steinum en fláinn þakinn með gras-
þökum. Verk þetta kostaði uin 18 þús. kr.
í des. fór ég tvisvar, ásamt búnaðarmálastjóra og
Pálma Einarssyni ráðunaut, austur í Þykkvabæ. Héld-
um við þar fundi, til að undirbúa stofnun félagsskapar,
til áveitu og framræslu Safamýrar. Lagði ég fram á-
ætlun ])á er ég bafði gert í þessu tilefni, og áður er
getið.
Veturinn 1929—1930 vann ég aðallega að teikningum,
eftir inælingum mínum frá sumrinu áður. En auk þess
mældi ég fyrir og áætlaði kostnað við virkjun Varmár
i Ölfusi, til rafmagnsframleiðslu handa mjólkurbúi
Ölfusinga. Bjarni Runólfsson, frá Hólmi, hafði virkjað
ána haustið áður, í sama tilgangi, en sú virkjun rcynd-
ist ekki fullnægjandi. Varmá flytur óvenju mikið af
sandi og slýi, leitaði það mjög inn í þrýstileiðsluna og
hefti aðrennsli að túrbínunni. Nú var ráðist í að byggja
stærri stöð (35—40 hestöfl) með fullkomnari útbúnaði.
Vorið 1930 vann ég sumpart við að fullgera teikn-
ingar frá vetrinum ,en sumpart við mælingar, aðallega
á Eyrarbakka. Mældi ég þar fyrir allmiklu skurðakerfi
útfrá holræsi því er áður er getið, til þurkunar víð-
lendri mýri, er skipt er upp milli Eyrbekkinga til tún-
ræktar. Land þetta liggur undir Einarshöfn, Skúms-