Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 181
B U N A }) A R R I T
175
iim aftur. Samt tel ég líklegt að það heppnist að l)jarga
bænuin og því, sem eftir er af grónu landi.
Alls var girt að nýju 13800 m. en auk þess endur-
hættar eldri girðingar og settar hagagirðingar um 3000
in. i Gunnarsholti og Reyðarvatni. 4000 kg. af melfræi
var sáð síðastliðið vor, og auk þess gerðar smá tilraun-
ir með nokkrar grasategundir, en um árangur af því
er ekki hægt að segja enn.
Grasspretta í sandgræðslugirðingunum var fremur
rýr. í Gunnarsholti voru slegnir um 1800 hestar af heyi,
en gras var þar mikið minna en 1929. Sandgræðslu-
svæðin eru nú 25 undir stjórn ríldsins. 2 sandgræðslu-
girðingar voru afhentar á siðasta ári. Það voru smá-
girðingar, sem settar voru á Bjarnastöðum og Mýri í
Bárðardal. Þar var aðeins lílill uppblástur, sem hænd-
ur og eigendur jarðanna gera við, enda fá þeir landið
til afnota. Sandgræðslugirðingarnar líta flestar vel út
og sumar ágætlega. Samt er ein, sem horfir til vand-
ræða með, ef ekki fæst hót á meðferð hennar. í Skarl'a-
nesi í Landmannahreppi, var sett girðing árið 1926. Var
girðing sú kostuð af skógrækt ríkisins, sandgræðslu
ríkisins og eiganda jarðarinnar, sem er búandi í Skarfa-
nesi. Mestalt er hið girta svæði sandur og hraun, en þó
er hagaskák nokkur í girðingunni, líka er skógarbletl-
ur, sem átli að friða. Skógur þessi heitir „Lamhhagi".
Telur bóndinn sig hafa fengið vilyrði, eða leyfi lyrir
að mega heita þessa beitarskák og slcóginn á vissum
límum t. d. á vetrum. Ég hefi inótmælt og mótmælti að
sandgræðslusvæði séu beitt á öllum tímum ársins, og á
meðan bóndinn reynir ekki að friða og verja hið girta
svæði, vil ég ekki verja til sandgræðslu þar af sand-
græðslufé ríkisins, hefir því ekkert verið unnið þar að
sandgræðslu hin tvö síðustu ár. Annars staðar er gerl
það, sem hægt er til að verja sandgræðslusvæðin fyrir
ágangi fénaðar.
Reikningar sandgræðslunnar eru ekki að fullu gerð-