Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 182
176
BÚNAÐARRIT
ir fyrir 1930, en til hennar hefir verið varið nálægt því,
sein hér segir:
Til sandgræðslu úr ríkissjóði .......... kr. 40000.00
Til að kaupa og girða Reyðarvatn........— 10000.00
Frá landeigenduín ...................... — 2988.23
Seldar slægjur, hey o. fl. um........... — 4000.00
Það hefir mikið bætt aðstöðu við sandgræðsluna, að
]»yggt var í Gunnarsholti. Þar er hægt að hafa miðstöð
starfseminnar. Þar er geymsla fyrir fræ, verkfæri,
liesta o. fl. Nú á tveim síðustu árum hefir verið fengið
nokkuð af verkfærum, þreskivélar, sáðvélar o. fl. Það
er einnig mikils virði að hafa skepnur i Gunnarsholti
lil þess að hafa ráð á nokkru af búpenings-áburði, sem
er nauðsynlegur til þess að geta komið sendinni jörð í
rækt. í Gunnarsholti eru nú 22 geldneyti, sem verða i
vetur, tveggja ára, og 25 sem verða í vetur ársgömul,
þar eru líka hestar sandgræðslunnar, 2 kýr og sauð-
nautin 6, sem ríkið á.
Eldri nautin eru á Reyðarvatni, þar er lielra til beit-
ar í vetur og þar voru gömul hús, sem hægt var að
nota fyrir uxana með litlum tilkostnaði. í sumar var
heyjað fyrir sandgræðsluna 950 heyhestar. Eftir nokk-
ur ár verður land í Gunnarsholti vonandi komið svo í
rækt, að liægt verði að hafa þar mjólkurkýr líkt og á
öðruin töðubýlum. Þarf þá ekki að hafa uxa þar, frem-
ur en arðvænlegt þykir.
Það var hörmuleg sjón að sjá þessar fallegu jarðir,
Gunnarsholt, Brekkur og Ileyðarvatn, l'ara í auðn.
Lönd þeirra allra eru vfir 3000 ha. og þær liggja í miðri
sveit allar sainan. Hugmyndin er að halda þeim gróðri
við, sem ef'tir er og reyna að vinna upp aftur það frjó-
lendi, sem farið er.
18. janúar 1931.
Gunnl. Kristmundsson.