Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 210
204
BÚNAÐARRIT
Búnaðarfél. íslands og beinna framkvæmdaráðuneyt-
isins, getur verið álitamál og undir áhrifum ýmsra at-
vika, en að því leyli, sem nefndin tclur það liggja inn-
an verksviðs sins, vill hún með nokkrum orðum gera
grein fyrir, hverja skiptingu hún telur eðlilega og
æskilega.
Eins og frumvarp nefndarinnar her með sér, og hér
að framan hefir að nokkru verið vikið að, j)á er ineð
lögum þessum öllum búnaðarfélagsskap bænda, bæði í
jarðrækt og kvikfjárrækt, skipað sainan í samstarfandi
heild. Félagsskapur þessi hefir fulla sjálfstjórn eigin
mála, með fastákveðnum atkvæðis- og kosningarétti.
Hann hefir þau verkefni með höndum, er á hverjum
slað og tíma eru vænlegust til þess að leysa verðmætin
úr skauti náttúrunnar og að sigrast á öðrum erfiðleik-
um í aðslöðu íslenzks landbúnaðar. Forysta þessa fé-
lagsskapar er verksvið Búnaðarfél. íslands. Það þarl’
að vera útvörðurinn, er einlægt hefir augun opin fyrir
nýjum möguleikum og heitir sér fyrir notkun þeirra.
Það þarf að vera í samvinnu við húnaðarmálastjórn
landsins um hagfellda úrlausn og fvrir greiðslu þeirra
mála, sem þessu verkefni heyra til, og því þarf að skapa
þau fjárhagslegu og faglegu þróunarskilyrði, að það
geti sem hezt innt þetta hlutverk af hendi. Búnaðarlel.
Islands verður því með verkum sinum að vinna sér
það traust fjárveitingavaldsins, að ]>að sé fúst til þess
á hverjum tíina, að beina gegnum það þeim fjárhags-
lega stuðningi, er það sér fært að veita þeim viðfangs-
efnum landhúnaðarins, sem félagið hefir forgöngu
fyrir. Fjárveiting þessi gæti, ef þurfa þælli, verið siind-
urliðuð og að miklu hundin við sérstakar starfsgrein-
ar eða fyrirtæki, en alla íhlutun í þeirri mynd, að
skerða sjálfsákvörðun félagsins um stjÓrn og starfs-
mannaval teljum vér óviðeigandi og miður heppilega.
Samkvæmt þessu, afmarkast þá lilutdeild Búnaðarfél.
íslands i stjórn búnaðarmála mjög við þau viðfangs-