Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 212
206
B Ú N A Ð A R R I T
búnaðarmála, eins og þau geta orðið hjá tveim and-
stæðustu flokkum þingsins. Þetta teljum vér veila und-
irstöðu til góðrar samvlnnu innan Búnaðarfél. Ísl., og
að þvi leyti, sein fulltrúar þessir líiinna að telja sig
bera ábyrgð hver fyrir sínuin fokki, verður það ekki
samrýmt réttmætri kröfu um ábyrgð stjórnenda félags-
ins fyrir Búnaðarþingi.
Telji fjárveitingavaldið sér skylt, að hafa að ein-
hvei-ju levti eflirlits eða ihlutunarrétt um það, hvernig
fé því er varið, sem veitl er Búnaðarfél. Isl., álítum vér
honum heppilegar fyrirkomið þannig:
1. Að fjárveiting til Búnaðarfélagsins væri sundur-
liðuð, og nokkur hluti ætlaður fyrir almennum kostn-
aði við rekstur félagsins, en hitt ákveðið til sérstakra
starfsgreina og fyrirtækja.
2. Að atvinnumálaráðuneytið skipaði annan endur-
skoðenda félagsins er skyldur væri að gefa því live-
nær sem væri skýrslu um fjárreiður félagsins.
Þessu höfum við gert ráð fyrir í frumvarpi voru.
Gefur það atvinnumálaráðuneytinu möguleika til þess,
á hvaða tíma sem er, að fylgjast ineð i meðferð þess
fjár, sein félaginu er veitt á hverjum fjárlögum, og
getur það þá gert áhrif sin gildandi, ef því sýnist stefnt
til óhófs eða fánýtrar eyðslu. Engin slík trygging er
sjálfsögð afleiðing núverandi skipulags. Landbúnaðar-
nefndir Alþingis eiga ekki síður en Búnaðarþing á
hætlu hvernig mannval teksl í stjórn, en umfrnni út-
nefningaréttinn sjálfan, er ekki lögfestur íhlutunar-
réttur fjárveitingavaldsins um meðferð þess fjár, er
Búnaðarfél. Isl. hefir með liöndum.
Hér hefir þá verið gerð nokkur grein fyrir helztu
breytingunum, sem vér ineð frumvarpi voru leggjum
til að gerðar séu á lögum Búnaðarfél. íslands ásamt
tillögum í sambandi við þær. Aðrar lireytingatillögur
við lögin liggja svo Ijóst fyrir, að ekki virðist ástæða til
þess að fjölyrða um ]iær.