Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 215
B Ú N A Ð A R R I T
209
mönnum, sein bundnir eru búsetu og ýmsum fræðileg-
um og leiðbeinandi skrifstofustörfum í Reykjavík.
Að undanteknum þeim svæðum, sem sérstakt starf er
fyrir hendi, geta þeir aldrei haft nema tiltölulega hraða
ferð um sveitir landsins, og komast því alls ekki yfir
allan þann fjölda smærri verkefna, er þar er nauðsyn-
legt að sinnt sé.
Búsettum mönnum í fjarlægð verða ferðalög miklu
dýrari og heimilishald í Reykjavík krefst hærri launa.
Vér teljum því starfsmönnum sjálfum og þeim, sein
starfsins eiga að njóta, miklu hagfeldara að hið al-
menna leiðbeiningastarf sé falið mönnum, er búsetu
hafa í því héraði, þar sem þeim sérstaklega er ætlað að
starfa. Með því kynnast þeir nánar og einstaklingar
eiga hægara með að ná til þeirra til starfs og ráðagerð-
ar, þegar þeir sérstaklega hafa þess þörf. Þessi starf-
semi hefir einnig undanfarið meira og ininna átt sér
stað út um sveitir með talsverðum árangri, en þó meira
i molum en æskilegt hefði verið.
Hér liggur líka fyrir ákveðið starf, mælingar jarða-
bótanna, sem er vel lil þess fallið að þessir starfsmenn
hafi með höndum, það kostar hvort sem er allmikið fé,
þótt mælingamönnum væri aðeins ætlaðar mælingar
einar sarnan.
Vér viljum því gera ráð fyrir, að landinu sé skipt í
umdæmi, er hvort um sig væri ekki stærra en það, að
einn maður kæmist yfir það lil mælinga jarðabótanna,
ásamt leiðbeiningum um hvernig þeim skyldi haga og
fleira. Þetta teljum vér því meiri nauðsyn nú en nokk-
urn tíma áður, sein meiri skriður er að komast á jarð-
ræktina, en nýrækt eru menn lílt vanir og hugmyndir
sundurleitar um það, hvers með þarf í einstökum at-
riðum. Mistökin liggja því opin í'yrir, er bæði skaða
þann, er fyrir þeim verður og einnig geta verkað út frá
sér með lamandi áhrifum. Með tilliti til þess, hversu
nýrækt nú er örfuð og styrkt mikið af opinberu fé,
14