Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 216
210
BÚNABARRIT
virðist það bein skylda, að reyna að tryggja það sem
liezt, að sem minnst mistök eigi sér stað. Til þess að
auðveldara væri um samstarf þessara ananna við
bændur almennt, ættu þeir að vera busettir hver í sínu
héraði. Gætu þeir þar einnig haft á hendi ýms störl' er
búf járrækt snertir. Koma á fundi búnaðarfélaganna og
yfirleitt verið ráðanautar bænda um ýms þau mál bún-
aðarins, er þeir þurfa að leita um aðtoðar annara.
Menn þessir þyrftu að vera nokkurnveginn fastir
starfsmenn Sambandanna og gæti átt vel við, að þeir
væru í stjórn þeirra, eða að minnsta kosti léttu fyrir
með skriftir og önnur tímafrek störf, og gæti það
])á sparað i stjórnarkostnaði. Upp í kostnað við
þessa starfsmenn kæmi allt það, sem nú er greitt fyrir
mælingar jarðabóta á landinu og sömuleiðis allt, er
sparaðist við það, að minni kröfur þyrfti að gera um
starfsmannahald bjá Búnaðarfél. íslands.
Gera má ráð í'yrir, að fyrirkomulag þetta mundi hal'a
nokkurn kostnað í för með sér. Með því að ákveða, að
menn þessir skyldu hafa frítt uppihald á ferðum sín-
um drægi talsvert úr nauðsynlegum launakröfum.
Um kröfu til undirbúnings þessara manna verða
sjálfsagt skiptar skoðanir. Sem undirstöðu teljuin vér
óhjákvæmilegt að þeir hafi góða verklega þekkingu
og hafi alizt upp við búnaðarstörf. Að afloknu bænda-
skólaprófi, er búnaðarháskólanám erlendis gott að svo
miklu leyti sean það hefir þýðingu fyrir íslenzka stað-
hætti, en það er dýrt og tímafrekt til starfa, sein ekki
gæti verið hærra launað, en hér mundi yfirleitt vera
um að ræða. Vér álítum því, að eins affarasælt mundi
verða, að setja á stofn framhaldsnám i'yrir efnilega
nemendur við annanhvorn bændaskólann, þar sem
nemendur fengju framhaldsæfingu i landmælingum,
kortagerð og framræsluáætlunum, ásamt bóklegri
fræðslu í jarðrækt og búfjárrækt bæði við sjálfnám,
fyrir aðstoð góðs bókasafns, og með kennslu.