Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 218
212
BÚNAÐARRIT
fræðslu á, sama má segja um sauðfjárkynbótabúin,
einkum ei' þau stækkuðu frá því sem nú er. Á síðustu
árum hafa aðferðir við heyskap breytzt mikið á all-
mörgum stöðum, frá aldagömlum venjum, er það mest
fyrir notkun vinnuvéla og votheysverkun. Með því
vinnuverði, sem landbúnaðurinn hefir við að húa nú,
væri mjög mikilsvert að útbreiða hagkvæmar hey-
skaparaðferðir. Félag íslenzkra búvísindamanna gerir
ráð fyrir i tillögum sínum, að Búnaðarfélag Islands
styrki verknám sem vari 1—3 ár fyrir hvern einstak-
an nemenda og er ætlast til, að nemendur geti á þeim
tíma hal't tækifæri til að kynnast verklagi á fleiri stöð-
um á landinu í sem flestum greinum. Þetta væri mjög
gott ef hægt væri að fá menn til að takast á hendur
þessa pílagrímsgöngu um landið, en þar sem bókleg
fræðsla er nú mest eftirsótt og mest fyrir hana gert, þá
er alveg eðlilegt, að þeir sem vilja afla sér búnaðar-
þekkingar hér, og teldu sig hafa nægan tíma til þess,
færu á bændaskólana og nytu þá jaínframt þeirra
námsskeiða í verknámi, er þar bjóðast.
Hlutverk Búnaðarfélags íslands hlýtur því aðallega
að vera, að koma á stuttum námsskeiðum, sem væri við
hæfi þeirra, sein ekki hefðu ástæðu til að verja miklum
tíma eða fémunum.
Það er yfirleitt lítið álit á svona fræðslumolum í
hverju sem er, en í þessu sambandi er á það að líta,
að heimilin hyggja undirstöðuna í þessu efni og er
sízt ásta^ða til að gera lítið úr því, þar sem það hefir
þróast við aðstöðu og viðhorf fleiri kynslóða, og þó að
eitthvað af því sé á eftir timanum, er kjarni þess þó al'
þjóðlegri rót runninn.
Hlutverk þessara náinskeiða er því aðallega að gefa
unguin mönnum nýtt viðhorf á meira og minna áður
þekktum hlutum. Útþrá unga fólksins kemur fram í
mörguin myndum, sú l'ramkvæmd, að menn fari í ann-
að byggðarlag og afli sér þar fræðslu á bættum aðferð-