Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 222
216
BÚNAÐARRIT
að útifénaði var sleppt rétt um og eftir miðbik mánað-
arins.
Ekki var hægt að vinna að plægingum fyrr en laust
eftir 15. april, og klaki ekki farinn úr jörð fyrr en
15,—20. maí. Tafði þetta mjög fyrir jarðyrkjustörfum,
og urðu síðar búin en árið á undan.
Maímán. var frekar veðrasamur, og xneð krapahriðj-
um, þótt hann væri nokkuð hrýrri en árið 1929.
Síðasta næturfrost vorsins var 28. maí. Byriað var
að setja niður í garða um 15. maí, og korni var byrjað
að sá 20. apríl, og lokið að mestu 20. maí, að undan-
skilduin nokkrum tilraunum, sem sáð var i síðustu
daga mán. Kúm var byrjað að beita út 20. mai, og hætt
að gefa þeim (i. júní — fyrr var ekki lcominn viðun-
andi kúahagi.
Gróðri fór yfirleitl seint fram, er stafaði af því, hvað
klaki fór seint úr jörð, og eins af því, hvað tíðin i
maí var vindasöm.
Júní var frekar rigningasamur, einkum fyrri hlut-
ann, og tíðin vindasöm og köld. Fór þvi gróðri seint
fram og spretta á túnum og útjörð rýrari en í meðal-
iagi um mánaðamótin júní—júlí.
Júlí var mun kaldari og úrkomumeiri en 1929, oft-
ast skýjað loft og súldurslegt loftslag.
Túnasláttur byrjaði um 10. 14. júlí og voru tún
sprottin í tæpu meðallagi. Var hin óhagstæðasta tíð
fyrir töðuþurkinn, og velktist all-mikið áður en þurrk-
ur kom í byrjaðan ágúst. Náðu þó flestir inn megin-
partinum af töðu þeirri, sem laus var orðin. Það sem
slegið var eftir miðjan ágúst hraktist meira og minna,
og sumt af útengjaheyskap stórskemmdist, og allt al'
völdum hinna tíðu og þrálátu rigninga, er héldust svo
að segja óslitið frá 15. ágúst til septemberloka.