Búnaðarrit - 01.01.1931, Síða 226
220 B Ú N A Ð A R R I T_______________
og algengu ræktun, sein framkvæmd hefir verið í þarfir
grasfræræktar, túnyrkju og kornræktar.
a . G r a s f r æ r æ k t. Unnið hefir verið að gras-
kynbótum og algengri grasfrærækt með sömu aðferð-
um og áður. Þeir 50 grasastofnar, bæði erlendir og
hérlendir, sem getið er um í siðustu skýrslu minni, dóu
allir lit s. I. vor. Reynist mér jarðvegur sá, sem stöðin
er á, vera illa fallinn fyrir gróðursetningu grasaein-
staklinga, og veldur hér tvennt. Fyrst, að allmikið er af
vikri í moldinni, er flýtur burt og færist til með leys-
ingavatni á veturna, og eins hitt, að leirmóajörðin frýs
nijög upp, og veldur holklaka á vorin.
Eina ráðið við einstaklingaræktun grastegunda, sem
fengnir eru upp af fræi, verður því það, að geyma
plönturnar í gróðurstíum, fyrsta veturinn (eftir sán-
ingu) og gróðursetja þær ekki i skjóllausa akra til at-
hugunar og uppeldis, fyrr en þær eru ársgamlar, munu
þær þá þola betur.
I kynbótatilraununum eru um 3000 einstaklingar af
túnvingul og vallarsveifgrasi, og um 350 einstaklingar
af háliðagrasi, snarrót og hlásveifgrasi; auk ýmsra
fleiri grastegunda, sem ég hefi til athugunar. Allir
þessir einstaklingar voru gróðursettir vorið 1928, og
eru þeir ættaðir víðsvegar að, og að því er vitað verður,
þá eru þeir flestir af íslenzkum uppruna.
Verður nú í vor (1931) byrjað á samanburðartilraun-
um með afkvæmisfræ sumra einstaklinganna, aðallega
af túnvingli.
Haldið hefir verið áfram samanburðartilraunum
með grasfræstofna lil túnræktar af túnvingli og vallar-
sveifgrasi, auk þess sem áður var byrjað á, hefir nýj-
um tilraunum verið bætt við, 5 stofnum af túnvingli,