Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 227
B Ú N A I) A R R I T
221
3 stofnum af háliðagrasi og 3 af sveifgrösum, er sáð var
í byrjaðan júní s. I. vor.
Þá hefir verið byrjað á samanburðartilraunum með
grastegundir af erlendu fræi. Fræið er fengið frá Samh.
ísl. samvinnufélaga s. 1. vor, og í tilraunirnar sáð
7. júní.
Tilraunin er gerð með eftirtaldar tegundir: Tún-
vingul, harðvingul, strandvingul, hávingul, stórtop])að
sveil'gras (Poa serrstina), kambgresi (Cynosurus cri-
status), loðgresi (Holcus lanatus), axhnoðapunt
(Dactyles glomerata), língresi (Agrostis tenus), akur-
fax (Bromus arvensis), vallarfoxgras (Phleum pra-
tense), háliðagras (Alopecurus pratensis) og vallar-
sveifgras (Poa pratensis).
Eiga þessar tilraunir að leiða i ljós, hvað hver teg-
und getur gefið af sér og hve harðgjörar og varanlegar
þær eru til túnræktar.
Ennfremur var sáð hvitum og rauðum smára í sam-
anburðartilraun (2 stofnum af hvítum smára og 1
stofn af rauðsmára). Tilraun þessi er gerð á landi, sem
áður var búið að rækta í 2 ár með ertum. Ættu því
skilyrðin að vera þau, sem smáranum hæfir, þ. e. að í
jarðveginum séu þeir köfnunarefnis-safnandi gerlar, er
smárinn þarfnast. Tilrauninni er skipt i tvennt, þannig,
að hver stofn og tegund er hreinræktuð í nokkrum
reitum, og ræktað vallarfoxgras með smáranum í jafn-
mörgum reitum. Sést þá, livað hæfir smáranum hetur.
Auk þeirra tilrauna, sem nú hel'ir lítillega verið
minnst á, í þarfir grasræktarinnar, hefir verið byrjað
á nýjum tilraunum með erlendar grastegundir til fræ-
ræktar. Eiga þessar tilraunir að leiða i ljós, hvaða er-
Jendar grastegundir geta náð lífeðlislegum þroska liér
■á landi, og þá einkum, þegar ræktun þeirra er hagað