Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 230
224
BUNAÐARRIT
Samanburðartilraunir með grasfræstofna o. fl.
0.3529 ha. Er því 1930 ræktað alls í þarfir grasræktar
2.3871 ha. og í þarfir kornræktar 2.91 ha.
Af framanrituðu sést, að árið 1930 er grasfræræktar-
land stöðvarinnar aðeins % ha. minna en kornlandið,
og þannig mun það hreytast smámsaman, eftir því sem
hreinsun á jarðveginum miðar áfram, og nothæft fræ
fæst úr stöðinni til aukinnar fræræktar, að grasræktin
tekur meira og meira af landi stöðvarinnar, því eins
og sést á yfirlitinu hefir fræræktarland stöðvarinnar
vaxið örar en kornlandið. Land það, sein sáð var í gras-
fræi s. I. vor, var húið að rækta í 2 sumur með korni,
og var orðið allvel hreint.
Aðallega var sáð túnvingli og vallarsveil'grasi af ísl.
uppruna (5100 ferm. vallarsveifgras og 7192 ferm. tún-
vingull og háliðagras).
Það, sein mestu skiptir fyrir grasfræræktina, er að
inínu viti ekki það, að fræræktarland stöðvarinnar
verði sem stærst fyrst í stað, heldur hitt, að gætilega
sé af stað farið. Ekki sé ráðist í stórfellda frærækt fyrr
en hin mörgu viðfangsefni, er snerta framkvæmd
hennar, eru að nokkru leyst og nokkur þekking fengin
við tilraunir og rannsóknir. Frærannsóknir hafa verið
gerðar á ísl. grasfræi síðan 1923, og sýna þær að ísl.
grasfræ af okkar helztu tegundum ná hér fullum líf-
eðlisþroska, en spírunin liefir verið mjög misjöfn
bæði árlega og frá ári til árs, og íslenzkt grasfræ ekki
spírað eins vel að jafnaði, eins og erlent fræ, en í
nokkuð mörgum tilfellum hafa þó íslenzku tegund-
irnar náð eins hárri spírunarprócent, eins og bezt er
á erlendu fræi.
Til þess að rannsaka það ítarlega, hvað veldur lágri
spírun af því grasfræi, sem ræktað er hér á landi, þarf