Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 231
BÚNAÐARRIT
225
eg miklu fullkomnari tæki og skilyrði en ég hefi liaft
og hefi nú við að búa.
Það, sein sérstaklega þyrfti að rannsaka i sambandi
við fræræktina á Sámsstöðum, e r áhrif vatnsmagnsins
í fræinu, hver áhrif mismunandi vatnsmagn í fræi
hefir á geymslu þess og spírun.
Sérstaklega er þetla aðlcallandi vegna þeirrar rækt-
unar á grasfræi, sem nú er á Sámsstöðum, svo að vit-
að verði, hvernig meðferð fræsins þarf að verða, eftir
að uppskerunni er hjargað í hús að haustinu, og hvað
mikið vatnsmagn má vera i grasfræi, þegar það er
geymt í pokum og stórum bingjum yfir veturinn, án
jiess að tapa gróþrótti sínum.
Grasfrærannsóknir, sem gerðar hafa verið á íslenzku
grasfræi, hafa verið mjög takmarkaðar, og fræið, sem
rannsóknirnar hafa verið gerðar á, mjög misjafnt, og
oft jafnvel ekki nógu þurrt. Venjulega hefir fræið verið
þurrkað á stönginni við þann loíthita, sem verið hefir
ár hvert, yfir uppskerutima l'ræsins, en hætt er við að
fræið hafi oft verið geymt með oi' miklu vatni, og það
valdið lágri spírun.
Líklegt þykir mér, að oft þurfi að þurrka fræið sér-
staklega eftir þreskjun, áður en það er látið til
geymslu, einkum ef tíðin hefir verið mjög votviðra-
s<">m yfir uppskerutímann, og þroskun orðið í seinna
lagi.
Eg set hér yfirlit, er sýnir grómagn og fræþyngd 4
grastegunda frá 1923—1928 og 1929.
Árangur af grasfrærannsóknum fræsins 1930 kemur
i næstu skýrslu. Eg get aðeins sagt, að þær munu gefa
svipaðan árangur og undanfarin ár.
15