Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 234
228
BÚNAÐARRIT
Hafraafbrigði það, sem notað hefir verið í hinni al-
gengu hafrarækt stöðvarinnar, ern hinir svonefndn
Niðarhafrar, ættaðir frá tilraunastöðinni Voll við
Þrándheim í Noregi. Hafraafbrigði þetta er orðið 3 ára
hér á landi og hefir ekki farið aftur þau árin.
Af norskum Niðarhöfrum (Voll 1928) er 1000 korn-
þyngdin talin 27.7 gr„ en hafrar stöðvarinnar í ár vega
33.32 gr. hver 1000 korn. Sýnir þetta berlega, að í jafn
Óhagstæðu sumri og 1930 hafa hafrar náð hér fullum
þroska og eru stærri en norskir hafrar sömu tegundar.
Tilraunir voru gerðar með 10 hafraafbrigði s.l. sum-
ar, og útsæðið í tilraunirnar íslenzkt (frá 1929). Þrosk-
uðust þau sum ágætlega og önnur laklega, þó að þau
þroskuðust öll vel sumarið á undan. Sprettutími hafra
hér í stöðinni var frá 130—144 sólarhringar, og saman-
lagl hitamagn, er afbrigðin fengu til þess þroska, er
þau gátu náð, frá 1201° C.—1397° C.
Tilraununum með hafraafbrigði er hagað þannig, að
ný aðfengin afbrigði eru prófuð á einum reit í 1—3 ár,
ef afbrigði þroskast í slíkri tilraun, er ég nefni undir-
búningstilraun, er það eða þau tekin til tilrauna, þar
sem hafðir eru 5—6 samreitir fyrir hvert afbrigði og
er þar leitast við að mæla sem nákvæmast uppskeru
hvers afbrigðis út af fyrir sig, svo að sjást megi, hvað
arðvænlegast er að rækta. Hingað til hafa Niðarhafr-
arnir gefið að jafnaði mestu kornuppskeru og reynzt
vissastir til ræktunar..
Söinu tilraunáaðferð er beill við byggafbrigði, og
sáðtíminn í samanburðartilraunum í liyggi og höfrum
hafður 14.—1(5. maí
Til þess að tryggja það, að útsæði sé fáanlegt til til-
rauna ár hvert, er öllum afbrigðum af byggi og höfr-
um sáð mn 20. apríl, í 5 m2 reit hverju afbrigði, og er