Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 235
229
BÚNABARR L T
kornið frá þessnm reitum notað í afbrigðatilraunirnar,
sem sáð er í 14. 1(i. mai. Er þetta gert lil ])ess, að hafa
sem bezt útsæði og jafnast að gæðum, og eins til að
halda afbrigðunum hreinuin.
Mjög hefir orðið misjöfn uppskeran af hafraafbrigð-
unum s.l. sumar. Allt i'rá 6—25 td. af ha., og eru Niðar-
og Vollhafrar beztir þetta árið. Fer hér á eftir tafla, er
sýnir grómagn, 1000 korna þunga, og sprettutíma fyrir
Niðarhafra, ræktaða á 4 stöðum sumarið 1930.
Grómagn 1000 fræ Sprettu- tími
Rældunarsiaður o/o vega gr. dagar.
Sámsstaðir, leirmói 82 33.32 144
Stóra-Hof, Rang., sandjörð .. . (56 31.52 123
Gunnarsholl, Rang., 80 27.60 123
Hafursá, Fljótsdalsh., leirjörð 80 29.40 124
Sést hér greinilega, að Niðarhafrarnir hafa náð full-
um þroska á þessum mjög svo ölíku ræktunarstöðum,
og það þótl sprettutíminn hafi ekki verið nema rúmir
4 mánuðir.
Hið sama má segja um byggræktina, hún hafi reynxt
mikið frekar vel þetta ár, og er vissari ræktun en
hafrar.
Dönnesbygg það, sem aðallega er ræktað í stöðinni,
er orðið 8 ára gamalt hér á landi, og eftir 8 ára ræktun
hefir því ekki l'arið al'tur, hvað stærð snertir.
Grómagn og kornþyngd er að vísu minna í korninu
frá í sumar en 1928 og 1929, en eigi að síður þroskað-
ist það ágaúlega á 110—137 döguin, eltir sáðtíma og
ræktunaraðferð.
Til ræktunar voru prófuð 17 afbrigði af byggi, og
]>roskuðust þau misjafnlega, eins og búast mátti við í
slíku sumri. Bezt reynast afbrigðin frá Noregi, en lakar
frá Sviþjóð.