Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 240
B Ú N A }) A R R I T
284
23. maí fór ég til Akureyrar. Þaðan snögga ferð
að Hörgá og Öxnadalsá. Dálítil göngusilungsveiði er
í þessuin ám. Enginn efi er á, að þarna má mikið auka
veiði og einnig koma til laxveiði, þó ekki sé hægt að
telja þær góðar laxár. Þeir málsmetandi menn, er ég
talaði þarna við, kváðust fúsir til félagsskapar til rækt-
unar þessum ám, ef víst væri, að þeir gætu fengið laxa
og silungsveiði við sanngjörnu verði.
Frá Akureyri fór ég með skipi til Húsavíkur. Var
]iað tilætlunin að koma á fundi til skrafs og ráðagerðar
um stofnun fiskiræktarfélags við þær góðu ár, Laxá
og Reykjardalsá. Sökum annríkis reyndist ómögulegt
að hafa menn saman á fund. Tók ég því það ráð að
ferðast milli allra áhugamannanna á þessu sviði. Tal-
aðist okkur svo til, að heppilegast mundi að hafa fund
á sunnudegi um sláttinn. Var ég svo í talsambandi við
Arnór skólastjóra á Laugum, skyldi hann láta mig
vita, hvenær sá heppilegi dagur yrði. En sökum hinna
miklu úrfella talaðist okkur svo til siðar, að fundi yrði
vart komið á, fyrr en eftir mestu haustannir.
Úr Reykjadalnum fór ég snögga ferð upp í Mývatns-
sveit, lil að hafa tal al' áhuga- og kunnáttumönnum á
fiskiræktarsvæðinu. Er álit manna þar og áhugi furðu
misjafn. Veiði hefir verið þar heldur ininni 2 undan-
farin ár. Vildu nokkrir setja það i samband vð klakið,
en svo voru aftur margir, sem með réttu töldu klakið
hafa stóraukið heildarveiðina. Orsakir þessarar veiði-
rýrnunar munu vera hyljasilungsveiði, sem dálítið
hefir verið stunduð, og ])ó sérilagi veiðigutl á riðstöð-
um um riðtímann, undir því yfirskyni að veiða til
klaks. Er slíkt ekki eins-dæmi í Mývatnssveit, en þarf
algerlega að fyrirbyggjast ineð komandi tíma.
Úr Mývatnssveitinni l'ór ég ofan allan Laxárdal og
skoðaði fossana þar, „Brúarfossa". Er vafalaust hægt
að gera þá fossa laxgenga. En heppilegast er, að það