Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 243
B Ú N A }) A R R I T
237
Fnjóská hjá Laui'ási. Því miður hefi ég ekki komið að
fossinum, en kunnugir menn hafa sagt mér, að hann
muni nú laxgengur. Fnjóská hefir nú sæmileg skilyrði
til laxræktar og að því leyti góð, að hún er löng og
nær því til margra býla.
Um framkvæmdir þær, sem miða að því að gera ár
laxgengar, má í einu lagi segja það, að varla getur
komið til mála að leggja mikið fé í slíkt, fyrr en laxa-
klak er betur stundað og almennara en nú.
Eftir að ég kom heim úr þessu ferðalagi, snemma í
nóv., ætlaði ég mér í ferð um Húnavatnssýslur, en þá
skall ótíðin yfir með fannfergi, svo ég afréð að draga
fundahöld þau, þar til fram á kæmi.
Á þessum ferðalögum hefi ég skýrt orðið var við að
áhugi á fiskirækt er talsvert almennur, einlcum meðal
þeirra, er búa upp með ánum. En ósveiðieigendur eru
oft þyngri í drætti.
Hugmyndinni um samveiði eða félagsveiði hei'i ég *
hreyft við menn og á fundum og verið víðast vel tekið.
Nokkrir hafa skrifað mér á eftir og látið i ljós, að eftir
því, sem þeir hugsuðu meira um samveiðina kæmu
kostir hennar skýrar fram.
Einn slór skuggi hvílir þó yfir jiessu þjóðnytjamáli.
Allar smærri ár eru nú uppveiddar af laxi og gengur
óðum á hinar, t. d. í Norðlendingafjórðungi, er ]>að
einungis við 4 ár, sem nokkur tiltök er að setja upp
Jaxaklakstöðvar.
Aftur eru t. d. Borgarfjarðar- og Mýrasýsla betur á
vegi staddar í þessu efni, sem einungis er að þakka
langvarandi stangveiði.
Laxamál okkar, bæði veiði og rældun, þarf að taka
fljótum og föstum tökum, ef vel á að fara. Kjörorðið
er friðun og klak. Reisa vandaðar klalistöðvar, sem
klekja lit árlega eklvi einungis 1 200,000 Iieldur 1 2,
upp í 5 miljónir laxaseiða. Mun þá varla verða deilt
um árangur.