Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 258
252
BÚNAÐARRIT
Af þessu er auðsætt, að ekkert eitt búið getur talist
fullkomið sem kennslustaður og verður því eigi tekið
fram yfir hin-
Það er nauðsynlegt að fá langa æfingu í hinum ýmsu
aðalstörfum mjólkuriðnaðarins, s. s. vélagæzlu, smjör-,
osta- og skyrgerð, og óefað líka góða æfingu í undir-
búningi á mjólk, sem ætluð er til sölu. Þess vegna er
hallast að tillögum Mjólkurfélags Reykjavíkur og Mjólkur-
samlags Eyfirðinga um 4 ára námstíma, og námstíman-
um skipt á milli búanna með tilliti til þess, að sérgrein
hvers þeirra krefur talsverða æfingu. Þó telur nefndin
rétt að sinna tillögu Mjölkursaml. Eyfirðinga um stutt
námsskeið, því víða hagar svo til að nokkur heima-
iðnaður væri æskilegur á mjólkurafurðum, og því nauð-
synlegt að hafa opna námsskeiðstíð fyrir slíkt fólk.
Af ofangreindum ástæðum leyfir nefndin sér að leggja
til að ofangreindar tillögur verði samþykktar.
Tillögur f járhags ne fndar, þskj. 210:
»Búnaðarfélag Islands styrki á þessu ári 1 mann og
2 á árinu 1932 við verklegt mjólkurfræðinám hér á
landi, með þeim skilyrðum sem hér segir:
1. Að nemendur þeir, sem styrks æskja, skulu senda
um það umsóknir til Búnaðarfélags Islands.
2. Nemendur þeir, sem styrks njóta, skulu stunda
námið í 4 ár.
3. Reglur um dvalarstaði og námstilhögun setur stjórn
Búnaðarfélags Islands, að fengnum tillögum mjólkur-
bústjóranna og eftirlitsmanns mjólkurbúanna.
4. Mjólkurbúin greiði nemanda 25 kr. á mánuði í kaup
fyrsta árið og 40 kr. á mánuði síðari hluta náms-
tímans, auk fæðis, húsnæðis, ljóss og hita.
5. Að fengnum meðmælum frá hlutaðeigandi mjólkur-
búi, heitir Búnaðarfélag Islands hverjum nemanda
200 kr. ársstyrk fyrstu 2 árin og 600 kr. árlega
3. og 4. árið.