Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 266
260
BÚNAÐARRIT
farið er að hvetja bændur til að nota áveitur á tún sín,
sem vafalaust er mjög vandasamt verk.
Þar sem að slík tæki sem þessi aftur á móti yrðu að
teljast nauðsynleg vegna framræslu, er sjálfsagt að kostn-
aðurinn við öflun þeirra komi sem partur af framræslu-
kostnaðinum, og þar sem mjög mikil reynsla er fengin
víða erlendis á notkun slíkra tækja við uppþurrkun lands,
virðist nefndinni, að það sem sérstaklega komi til athug-
unar í þessu sambandi, sé spursmálið, hvort vindmyllur
þær, sem um er að ræða, séu nægilega traustar til þess
að þola það vindmagn, sem hér má búast við. Upplýs-
inga um þetta atriði ætti að mega afla frá útlöndum.
Ennfremur skal á það bent, að ætti þessi tilraun, sem
erindið fer fram á að gerð sé, að hafa verulegt gildi, þyrfti
að gera samanburð á fleiri tegundum af vindmyllum, en
slíkt myndi verða Búnaðarfélagi Islands algerlega ofvaxið
fjárhagslega. Um nothæfni vatnslyftitækjanna hér á landi,
getur aftur á móti enginn vafi leikið.
Kom fram tillaga á þskj. 168 frá Pálma Einarssyni
þess efnis að vísa málinu til fjárhagsnefndar en var feld
með 7:4. Þá var tillaga á þskj. 40 feld með 6 : 0 atkv.
og loks samþykkt tillaga jarðræktarnefndar á þskj. 169
með 9 : 0.
10. Mál nr. 9.
Erindi Steindórs Steindórssonar um framhaldsstyrk til
gróðurfarsrannsókna, þskj. 41—46. — Nefndin bar fram
eftirfarandi tillögu og greinargerð á þskj. 151, frsm.
Benedikt Blöndal:
T i 11 a g a:
»Jarðræktarnefndin leggur til, að styrkur sá, sem
Steindór Steindórsson náttúrufræðingur á Akureyri
sækir um, á þingskj. 41, verði veittur, svo framar-
lega sem fé er fyrir hendi.
Verði eigi hægt að veita hinn umbeðna styrk af
fé félagsins felur Búnaðarþing félagsstjórninni að