Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 272
266
BÚNAÐARRIT
Nefp.dinni virðist, að eigi að greiða að einhverju leyti
styrk til flutnings áburðarins á landi, þá skifti miklu máli,
að fyrirkomulag þeirrar styrkgreiðslu sé sem einfaldast
og umsvifaminnst og að sá styrkur eigi aðeins að ná til
þeirra, sem sérstaka örðugleika eiga við að etja, hvað
aðdrætti áhrærir.
Getur þá tvennt komið til greina:
1. Að ákveðnir séu vissir staðir inni í þeim héruðum,
sem lengsta aðdrætti hafa og erfiðasta eiga aðstöðu
með flutning á sjó, svo sem: Ölfusárbrú, Egilssaðir
á Völlum, Breiðumýri í Reykjadal og Austara-Land
í Öxarfirði (fyrir Fjallahrepp).
2. Að haldið sé því fyrirkomulagi, sem nú gildir, en
lágmarksvegalengd sé hækkuð, t. d. upp í 40 km.
Sé fyrri leiðin farin, er þar með bætt aðstaða þeirra
héraða, sem sérstaklega örðuga aðstöðu eiga um að-
drætti, og yrðu þá áðurnefndir staðir skoðaðir sem hafnir,
en aðstaðan innan hvers héraðs yrði eftir sem áður
mismunandi.
Sé síðari leiðin tekin, þá er því þar með slegið föstu,
að enginn þurfi að kosta áburðarflutninginn lengra en
40 km vegalengd á landi, sem er sú vegalengd frá höfn-
um, er víðast hvar er greiðfærust fyrir fullkomin flutn-
ingstæki, og geta þá einstakar sveitir í flestum héruðum
landsins komið til greina, og virðist þá styrkurinn á þann
hátt koma jafnar og sanngjarnar niður.
Nefndin hefir borið þetta mál undir Áburðarverzlun
ríkisins og telur hún síðari leiðina auðveldari í fram-
kvæmd.
Til þess ekki að íþyngja ríkissjóði með auknum fjár-
framlögum til áburðarflutningsins vegna landflutninganna.
þá álítur nefndin rétt að hækka álagningu þá, sem
áburðarverzluninni heimilast að leggja á áburðinn, svo
það vegi upp á móti þeim kostnaði, er landflutningarnir
hafa í för með sér.