Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 277
BÚNAÐARRIT
271
2. (10.—12. liður). )arðræktarnefndin getur fallist á
ástæður þær, sem færðar eru fyrir því, á þskj. 156, að
lækka kröfur þær, sem gerðar eru til dýptar á lokræs-
um, þegar um grjótræsi eða pípuræsi er að ræða, sem
eru þau.ræsin, sem helst koma til greina þar sem jarð-
vegur er svo grunnur, að örðugt er að grafa dýpra en
1,10 metra niður. Hinsvegar telur nefndin eigi ástæðu
til að draga úr kröfunum í þessu efni, hvað áhrærir
hnausræsi, því fyrst og fremst munu þau ræsi verða
mest notuð í djúpum jarðvegi, og ending þeirra veltur
mjög mikið á því, að þau séu djúp, og jafnframt mun
hyggilegt að hvetja til þess, að ræsin séu gerð djúp,
þar sem því verður við komið. Með tilliti til þessa, og
eins hins, hve mjög mikið við verðum að treysta á
þessa ræsagerð fyrst um sinn, og hve þýðingarmikið at-
riði við jarðræktina framræslan er, sér nefndin eigi
ástæðu til að leggja meira í dagsverk af þessum ræsum
en verið hefir.
Þá vill nefndin benda á það, að Viðarræsi eru eigi
tekin með í þessum tillögum, en þar sem nefndinni er
kunnugt um, að þessi gerð ræsa hefir komið verulega
til greina í vissum héruðum landsins, og ekkert virðist
mæla á móti því, að séu þessi ræsi vel gerð, þá geta
þau verið góð og varanleg framræsla, því virðist sjálf-
sagt að taka þau með. Nefndin álítur að kostnaðurinn
við að gera þau liggi á milli kostnaðarins við grjótræsi
og jarðræsi, og sé því sanngjarnt að leggja 8—10 metra
í dagsverkið af þeim.
3. (13. liður). Nefndin hefir í sjálfu sér ekkert við
þenna lið að athuga, en telur hinsvegar vafasamt, hvort
enn þá sé tímabært að sleppa alveg safnþróm með járn-
þaki við úttekt jarðabóta, þó hún hinsvegar sé sam-
mála þeirri stefnu, sem kemur fram í þessu atriði.
Nefndin lítur svo á, að víða í sveitum Iandsins hagi svo
til, að tiltölulega auðvelt sé að fá menn, sem færir eru
til að framkvæma veggja- og gólfsteypu svo vel sé, en