Búnaðarrit - 01.01.1931, Síða 278
272
BÚNAÐARRIT
aftur á móti gegni talsvert öðru máli, þegar um loft eða
þaksteypu sé að ræða. Ennfremur er nefndinni það Ijóst,
að steypuþökin verði allt af talsvert kostnaðarsamari í
bili, þó þau séu það ef til vill ekki þegar til lengdar
lætur. Hinsvegar eru nefndinni fullkomlega ljósir þeir
gallar, er járnþökin hafa á safnþróm, en hún telur að
úr því megi bæta mikið, séu sett ákvæði um styrkleik
og fúavörzlu undirviða og þær kröfur gerðar, að yfir
járnið sé þakið með torfi. Nefndin telur rétt, að leggja
áherzlu á, að frá þessum gryfjum sé gengið þannig, að
þær séu sem bezt loft- og lagarþéttar.
4. (31.—33. liður). Nefndinni eru ljós þau vandkvæði,
sem eru á því, að ná undir tiltölulega fáa flokka þeim
mörgu gerðum af igirðingum, sem til greina getur komið,
og verði það helst gert á þann hátt, að flokka saman
þær girðingar, er teljast mega jafngóðar til afnota og
álíka kostnaðarsamar. Nefndin er sammála um það, að
vírnetsgirðingar, án gaddavírsstrengs yfir netinu, verði
yfirleitt að teljast ófullnægjandi sem vörzlugirðingar,
vegna þess, að stórgripir leggjast á netin og skekkja
þau og slíta niður. En þessar girðingar geta hinsvegar
haft þýðingu umhverfis fjárbæli, með heimreiðum og á
öðrum slíkum stöðum, þar sem óheppilegt er að hafa
gaddavír.
Virðist nefndinni því að athuguðu máli, að vel megi
slá lið 31 og 33 saman í einn lið. Aftur á móti telur
nefndin, að undir lið 32 geti komið til greina fleiri
gerðir af girðingum heldur en þar eru nefndar, og vill
í því sambandi benda á:
65 cm netgirðing með 30 cm undirhleðslu og 1 streng gaddavír
65 — — án undirhleðslu með 2 — —
80— — — — — 1— —
Nefndin telur það rétt, að herða á kröfum þeim, er
gerðar séu til efnis styrkhæfra girðinga, en getur eigi