Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 279
BÚNAÐARRIT
273
fallist á, að ástæða sé til, að ganga svo langt í þessu
efni, sem gert er í greinargerðinni á þskj. 156.
Nefndin telur ástæðulaust að krefjast meira en að
aflstólpar, þ. e. þriðji hver stólpi, sé járnstólpi, úr harð-
viði eða úr fúavörðu tré, en vill jafnframt gera þær
kröfur, að í öllum beygjum eða hornum séu stólparnir
steyptir niður og grafið fyrir steypunni, svo frost korn-
ist eigi undir hana.
Að lokum vill nefndin taka það fram, að þó að hún
telji það sjálfsagt og nauðsynlegt að skerpa kröfur þær,
sem gerðar eru til styrkhæfra jarðabóta, þá sé æskilegt
að þessi skilyrði gangi smátt og smátt í gildi, bæði með
tilliti til þeirra jarðabóta sem þegar eru unnar í land-
inu og bíða mælinga, og svo að jarðabótamenn yfirleitt
fái tíma til að átta sig á málinu og breyta starfsháttum
sínum í það horf, sem krafist er. Sumt af þessum breyt-
ingum gæti vafalaust komið til greina mjög fljótlega,
en aðrar er heppilegt að fái nokkurra ára undirbúning.
Tillögur og greinargerð samþ. með 7 : 0.
19. Mál nr. 60.
Tilboð S. S., f. h. Ingimars sonar hans, um garðyrkju-
tilraunir og kennslu — þskj. 196.
Jakob H. Líndal bar fram, f. h. jarðræktarnefndar,
svohljóðandi tillögu, á þskj. 256:
»]arðræktarnefndin leggur til, að Búnaðarfélag
fslands styrki garðyrkjukennslu Ingimars Sigurðs-
sonar í Fagrahvammi í Olfusi, á sama hátt og
garðyrkjunámsskeið einstakra manna hafa verið
styrkt áður.
Styrkurinn miðast við tölu nemenda og kennslu-
tíma«.
Kom fram breytingartillaga á þskj. 264, frá Sig. Sig-
urðssyni, svohljóðandi:
18