Búnaðarrit - 01.01.1931, Side 288
282
BÚNAÐARRTT
vara, sem eru kjöt og gærur, svo sem skýrt er frá í
fylgiskjali því, sem prentað er á eftir greinargerð við
frumvarpið.
Þá leggur nefndin til, að með lögunum verði sótt-
varnartími ekki ákveðinn 2 ár, heldur verði sá tími
óákveðinn, eða sá tími sem dýralæknir í Reykjavík og
forstöðumaður Rannsóknarstofu ríkisins í þágu atvinnu-
veganna, telja hæfilegan á hverjum tíma og við hvert
tilfelli.
Nefndinni virðist það liggja allljóst fyrir, að með því
að fastbinda sóttkvíunartíma við 2 ár, mundi innflutn-
ingurinn verða nær ókleifur sökum kostnaðar, ef margt
fé ætti að flytja inn, með því sem að á þann hátt yrði
miklum tíma af æfi fjárins eytt til lítils gagns, og teflt
yrði þá á tvær hættur með heilsu fjárins, er það þyrfti
svo lengi að vera á óhreinu landi, sem vitanlegt er að
fé þolir aldrei.
Nefndin fellst einhuga á það, að rétt sé, að minnsta
kosti fyrst um sinn, að binda innflutninginn við ákveðna
höfn, og að þá sé rétt að ákveða Reykjavík, sem verður
í samræmi við þær tillögur nefndarinnar, að dýralæknir-
inn í Reykjavík og formaður Rannsóknarstofu ríkisins
í þágu atvinnuveganna, ákveði sóttvarnartíma í hvert
sinn.
Svo sem breytingartillögur nefndarinnar bera með sér,
leggur nefndin til að lögin bindi ekki sóttkvíunarland
við neinn ákveðinn stað, heldur að atvinnumálaráðherra
hafi fríar hendur með það, hvar hann ákveður sóttkví-
unarstaðinn. Vill nefndin í því sambandi benda á það,
að hún telur nauðsynlegt og alveg sjálfsagt, að sótt-
kvíunarstaðurinn sé við einhvern bæ, þar sem hægt
verði að veita innflutta fénu nauðsynlega hirðingu og
fóðrun, og ennfremur telur nefndin nauðsynlegt að greiður
aðgangur verði að sóttvarnarstaðnum fyrir þá lögboðnu
eftirlitsmenn.
Vill nefndin í því sambandi benda á, að hún telur