Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 290
284
BÚNAÐARRIT
verði á fót opinberu eftirliti með kjarnfóðursölu og
blöndun þess.
Það er vitanlegt, að fóðurbætisgjöf hefir farið vaxandi
hröðum skrefum síðustu árin. Og gera má ráð fyrir því,
að með aukinni ræktun búpenings og meiri og víðtæk-
ari sölu mjólkur og mjólkurafurða, muni notkun þess
verða æ meiri og meiri, sérstaklega þar sem svo hagar
til, að aðstaða til sölu framleiðsluvöru er hagstæð.
Víða hefir það átt sér stað, sérstaklega upp til sveita,
að fóðurbætisgjöfin hefir verið of einhæf. og því oft ekki
komið að þeim notum sem skyldi. En með aukinni þekk-
ingu og reynslu á þessu sviði hefir fóðurbætisgjöf færst
í það horf, að nota meira af blönduðu fóðri. En sá ágalli
hefir fylgt því allt til þessa, að kaupandi vörunnar hefir
verið í óvissu um efnainnihald hennar og notagildi, því
rannsókn hefir lítil verið, og allt þetta selt án eftirlits.
Nefndin telur nauðsyn á að færa þetta í annað og
betra horf, og jafnvel þó til séu lög um rannsókn á fóð-
urbæti (sjá lög nr. 28, 27. júní 1921) ná þau ekki til
eftirlits með sölu þessarar vörutegundar, né hins, að skylt
sé að framkvæma rannsóknina, öðruvísi en þá eftir beiðni
í hvert sinn, og auk þess eru lög þessi erfið í fram-
kvæmd á ýmsan hátt og hafa því reynst sem dauður
bókstafur.
Nú verður það kannske nokkurt álitamál, hverjum beri
að greiða þann kostnað, sem leiða kann af slíkum rann-
sóknum.
Eftir upplýsingum þeim, er nefndin hefir aflað sér um
þessa hlið málsins, má draga þá ályktun, að hér er ekki
stórt af stað farið, samanborið við það er vinnast ætti.
Þó vill nefndin leggja til, að kostnaðinum sé jafnað á
2 hliðar, á vöruna sjálfa og að hinu leytinu sé hann
greiddur af opinberu fé.
Komu fram breytingartillögur frá Metúsalem Stefáns-
syni á þskj. 190 og Halldóri Vilhjálmssyni á þskj. 191.