Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 299
B Ú N A Ð A R R I T
293
fram á breytingu á lögum nr. 42, frá 14. júní 1929 og
ganga mjög í sömu átt og tillögur Búnaðarþingsins 1929
um þetta mál. Ganga þær lengra að sumu leyti, en aftur
skemmra, hvað aðrar hliðar málsins áhrærir.
Mál þetta er hið merkilegasta, en mjög örðugt við-
fangs, sem stafar af því, að til þess að því verði ráðið
til lykta á viðunandi hátt, er nauðsynlegt að hafa mjög
alhliða yfirlit yfir þarfir landbúnaðarins í þessum efnum,
markaðsverð fóðurbætis yfirleitt, síldarmjölsframleiðsluna
og þau markaðsskilyrði og þá samkeppni, er hún á við
að búa, og þær kröfur er síldarútvegurinn gerir til síld-
arbræðslu ríkisins. Nefndinni er því Ijóst, að það er eigi
rétt að skoða málið einvörðungu frá sjónarmiði land-
búnaðarins.
Það se;n nefndinni virðist fyrst og fremst koma til at-
hugunar í þessu efni er :
1. Er síldarmjölið samkeppnisfært hvað gæði og verð
áhrærir, samanborið við annað hliðstætt fóður, sem
um er að velja.
2. Hve miklar kröfur má landbúnaðurinn gera til síld-
arbræðslu ríkisins, án þess að þær veiki aðstöðu
verksmiðjunnar í samkeppninni við aðrar síldarverk-
smiðjur, bæði utan lands og innan.
Eins og nú standa sakir mun vafasamt, hvort hægt er
að telja síldarmjöl samkeppnisfært við annan hliðstæðan
fóðurbæti, bæði mun það nokkru dýrara og svo mjög
breytilegt að efnainnihaldi og fóðurgildi. Eigi síldarmjölið
því að vera samkeppnisfært við annað kraftfóður, þarf
þetta að breytast og þá sérstaklega hið síðartalda atriði.
Ennfremur mun leika talsverður vafi á um fóðurgildi
síldarmjölsins, samanborið við annað hliðstætt fóður, undir
þeim kringumstæðum, er slíkur fóðurbætir kemur helzt
til greina.
Um aðstöðu síldarbræðslu ríkisins í samkeppninni um
síldarmjölssöluna, er nefndin varla fær að dæma, en lík-
L