Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 303
BÚNAÐARRIT
297
byggð þess. Sérstaklega hefir stjálbyggðin vakið undrun
þeirra útlendinga, er víðkunnastir eru landinu, og hafa
því séð hve það er misgott undir bú og til ræktunar.
Við íslendingar höfum ekki haft eins opin augu fyrir
þessu, vaninn hefir blindað okkur. Hin síðustu misseri
virðist þó eins og augu ýmsra manna séu að opnast.
Eru það ef til vill hinir vaxandi erfiðleikar landbúnaðar-
ins, og erfiðleikar er standa í vegi fyrir ýmiskonar um-
bótum, sem hjálpa til að veita mönnum sjónina.
Það sem meðal annars vekur eftirtekt manna er:
1. Stærstu ræktunarfyrirtæki landsins, svo sem Flóa-
áveitan og Skeiðaáveitan, njóta sín aðeins að litlu
leyti fjárhagslega, vegna strjálbýlis. Út frá því mun
óhætt að álykta, að svo muni og fara um ýmsar
aðrar framkvæmdir til sveita, sem þó eiga að ganga
í umbóta áttina.
2. Vegakerfi landsins stækkar hröðum fetum, og er
þegar orðið óálitlegur baggi á ríkinu. Þó á sá baggi
eftir að margfaldast áður en aðalvegir landsins
komast í viðunanlegt horf. Sýslu- og hreppavegum
er og mjög áfátt, og mun víða verða aðilum fjár-
hagslegt ofurefli í framtíðinni.
Þrátt fyrir þær samgöngubætur er þegar eru
fengnar, þá eru enn ýmsar sveitir landsins mjög
afskektar, og sumar þeirra hljóta að verða það
áfram, um ófyrirsjáaalegan tíma, vegna staðhátta.
3. Póstflutningur landsins er mjög dýr, miðað við
fólksfjölda, og þó eru póstferðirnar óhæfilega fáar,
um flestar sveitir landsins.
4. Símakerfi landsins er að vísu vonum framar og ber
sig vel fjárhagslega, en eigi er fyrirsjáanlegt, að það
geti orðið fullnægjandi, með því strálbýli sem nú
er í landinu.
5. ísland er eitt af hlutfallslega vatnsorkuríkustu lönd-
um heimsins. Hér er því eitt hið fyrsta skilyrði