Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 304
298
BÚNAÐARRIT
fyrir ódýrri raforkuframleiðslu til staðar, en örðug-
leikarnir við að dreifa raforkunni út um byggðir
landsins eru tilfinnanlegir.
6. Landbúnaðarafurðir sumra héraða landsins eru sér-
staklega verðlitlar, vegna þess hve dýrt er að koma
þeim á markaðinn, og yfirleitt eru allir vöruflutn-
ingar um landið dýrir, eins og nú hagar til.
7. Siðast, en ekki sízt, má benda á, að félagsmála-
starf yfirleitt, og öll samtök til framfara, geta ekki
náð eðlilegum þroska við hin örðugu skilyrði, er
strjálbyggðinni fylgja.
Þegar ofanritaðar meinsemdir, og ýmsar aðrar, sem
hér eru eigi taldar, eru athugaðar og spurt hvernig
verði úr þeim bætt, þá virðist svarið aðeins geta orðið
eitt: Orsökin til þessa alls er strjálbýlið, og af því leiðir,
að þessar meinsemdir verða því aðeins bættar, svo vel
sé, ef unnt er að þétta byggðina í sveitum landsins
með nýju skipulagi.
Reykjavík, 5. febrúar 1931.
Pálmi Einarsson. Asgeir L. ]ónsson«.
Ólafur ]ónsson hafði framsögu f. h. allsherjarnefndar
og bar fram tillögur hennar og greinargerð, sem hér
fylgir, á þskj. 246:
Tillögur:
Að athuguðu máli leggur allsherjarnefndin til:
»Að tillagan á þskj. 111 verði samþykkt af Bún-
aðarþinginu, með þeirri breytingu, að í stað 1932
komi: 1934«.
Samþ. með 10 : 0.
Ennfremur vill nefndin Ieggja til, að samþykkt verði
eftirfarandi ályktun:
»Búnaðarþingið væntir þess, svo framarlega sem
nefnd sú verður skipuð, sem farið er fram á
L