Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 305
B Ú N A Ð A R R I T
299
á þskj. 111, þá gæti Alþingi og ríkisstjórn þess,
á meðan nefndin starfar, við afgreiðslu laga og
fjárveitinga til ræktunarfyrirtækja, bygginga í sveit-
um o. þ. h., að slíkt eigi komi í bága við þá starf-
semi og þær rannsóknir, sem nefndin á að hafa
með höndum og sé eigi framkvæmt án þess hennar
álits sé leitað*.
Samþ. með 10 : 0.
Greinargerð:
»Allsherjarnefnd hefir haft til meðferðar tillögu og
greinargerð á þskj. 111, «Um byggðaskipulag*, frá
tveimur starfsmönnum Búnaðarfélagsins, og er nefndinni
það ljóst, að hér er um stórmál að ræða, sem þarf að
rannsakast með fullum skilningi og þarfnast mikinn og
vandasaman undirbúning, bæði hvað hina »teknisku« og
hagfræðilegu hlið málsins áhrærir og eins hvað löggjöf
áhrærir.
Alstaðar þar sem lönd hafa byggst og verið ræktuð
af handahófi og skipulagslaust, hafa fyr eða síðar komið
í Ijós svo tilfinnanlegir gallar á skipulagi byggða og
ræktunar, að orðið hefir að grípa til mjög róttækra ráð-
stafana frá hálfu hins opinbera, til þess að kippa þessu
lag. Ennfremur hefir löggjafarvaldið í þessum löndum
sett ákveðnar reglur og lög um ræktun og byggingu
óbyggðra landsvæða, og eru það þá ýmist ríkin sjálf
sem skipuleggja byggðina á þessum svæðum og annast
allan nauðsynlegan undirbúning, svo sem vegakerfi, fram-
ræslu o. s. frv.., eða það eru nýbýlafélög styrkt af ríkj-
unum, sem undirbúning og útskiptingu landanna annast.
Þeir sem kunnugir eru íslenzkum sveitum, hljóta að
viðurkenna, að bygging þeirra er að mörgu leyti mjög
óheppilega fyrirkomið og að hið upprunalega bæja-
skipulag, sem enn þann dag í dag er mestu ráðandi,
er alls eigi sett með tilliti lil þeirrar aðstöðu, er vér
nú teljum nauðsynlega fyrir hagkvæma afkomu landbún-